Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 102
100
Svavar Sigmundsson
við markmálið og millimálið hætti að þróast yrðu villumar þar áfram.
Þetta viðhorf til villna hefur breytt afstöðunni til þeirra aðferða sem
áður voru nefndar, andstæðugreiningar og villugreiningar. Andstæðu-
greiningin varð til á tímum þegar atferlisfræðin var ráðandi í kennslu-
fræðum, og þannig átti að vera hægt að segja fyrir um það hvaða villur
nemendur gerðu í málanámi. Villugreiningin sem þróaðist af henni lýsti
eins og áður er sagt raunverulegum villum. Ástæðan fyrir villum þarf
ekki að vera munur á málunum heldur reglur í markmálinu sjálfu, t.d.
natter f. netter í norsku, eða tagede f. tog í dönsku.
Þróunin hefur orðið sú að þessar greiningaraðferðir tvær eru notaðar
til að greina hvar nemandi er staddur í því ferli að tileinka sér nýtt mál,
til að lýsa millimálinu, frekar en að segja fyrir um villur og koma í veg
fyrir þær.
Með því að skoða villur sem gerðar eru er hægt að sjá hvort árekstur
verður við sérstök kerfisbundin skilyrði. T.d. er líklegt að kerfi móður-
málsins hafi áhrif á millimálið á ýmsum stigum námsins. Ef rangt kerfi
sem stafar frá móðurmálinu er kallað truflunarkerfi, má nefna ýmsar
einfaldanir (alhæfingar o.fi.) þróunarkerfi. Þeir menn eru til sem segja
að villugreining sé ekki nóg ein sér, heldur ætti að greina millimálið
eins og það er, bæði það sem er rétt og rangt í þvf, með e.k. málbeit-
ingargreiningu (e. performance-analysis). En það hefur ekki verið gert
hér.
3. Máljöfnuður íslensku og annarra mála
Hér á landi hefur ekki verið fengist við máljöfnuð að neinu ráði svo
vitað sé. Hér og þar í kennslubókum um tungumál er þó vikið að ein-
stökum atriðum sem séu lík eða ólík í íslensku og öðrum málum, en
ekki hefur verið gert yfirlit yfir það efni svo ég viti. Af einstökum
greinum sem birst hafa má nefna að Höskuldur Þráinsson birti greinina
Konan, sem dó í Mími 1973, þar sem hann athugaði hvemig farið væri
með dessen og deren í þýsku þegar þýtt væri úr þýsku á íslensku, t.d.
Der Mann, dessen Frau gestorben ist. Eyvindur Eiríksson hefur verið
þátttakandi í evrópsku verkefni um áhrif ensku á önnur Evrópumál sem
Filipovié í Zagreb hefur staðið fyrir. Þá er unnið að sameiginlegu nor-