Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 103
íslenska í samanburði við önnur mál
101
rænu verkefni um setningafræði, þar sem Höskuldur Þráinsson, Eiríkur
Rögnvaldsson, Halldór Ármann Sigurðsson, Þóra Björk Hjartardóttir
o.fl. hafa verið þátttakendur héðan. Heimir Áskelsson dósent vinnur
einnig að verkefninu „Samanburður á stigveldisbundnum heitum og
notkun þeirra í ensku og íslensku" (sjá Rannsóknir við Háskóla tslands
1985-1986 1986:72).
Ég ætla nú að geta um nokkur atriði sem ég hef komist að við grein-
ingu á villum hjá nemendum mínum og varpa ljósi á mun íslensku og
nokkurra erlendra mála. Greiningin byggist á ýmsum verkefhum, m.a.
á endursögnum og skriflegum prófúrlausnum í bókmenntum eða sögu,
þar sem ætla má að málnotkun sé ómeðvituð að verulegu leyti. Bæði
er um að ræða skandínava og enskumælandi stúdenta.
3.1 Máljöfnuður íslensku og skandinavískra mála
Ég ætla fyrst að taka nokkur atriði sem koma fram hjá nemendum
sem hafa skandinavísk mál sem móðurmál. Við hvert dæmi er sýnt
móðurmál stúdentsins sem dæmið er ættað frá (d = danska, n = norska,
s = sænska).
3.1.1 Ákveðinn greinir
Algengt er að greinir sé settur á bæði orðin í eignarfallssambandi, þar
sem yfirleitt er venja í íslensku að eignarfallseinkunnin sé óákveðin:
(2) a frá þakið hússins (d.)
b hvemig lífið þeirra var (n.)
c Reynslan hennar (s.)
d aðalpersónunni sögunnar (s.)
Einnig með nöfnum:
(3) a konurnar Gísla og Þorkels (n.)
b aðaleinkennið Skota (s.)
Þá eru líka dæmi eins og hagsmunirnir launþeganna, umhverfið
vinnustaðarins, lengdin vinnutímans og gildið vinnunnar.
Hér getur í mörgum tilvikum verið erfitt að átta sig á hversvegna
er notaður ákveðinn greinir, vegna þess að slík samsvörun er ekki í