Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 104
102
Svavar Sigmundsson
skandinavísku málunum, t.d. husets tag. En ætla má að ákveðið form
orðsins þegar það kemur fyrir á undan forsetningarlið hafi áhrif á þetta,
t.d. tagetpá huset eða huvudpersonen i sagaen. í því getur legið ómeð-
vituð krafa um að fyrsta orð í slíku sambandi sé ákveðið. í samböndum
með fomöfnum er auðveldara að skýra villuna, t.d. í Reynslan hennar,
með því að þegar orð sem merkja hluti eru í slíkum samböndum fá þau
iðulega ákveðinn greini, t.d. húfan mín, húsið hennar. Sértæk orð eru
yfirleitt ekki með greini í slíkum samböndum, en hér væri þá alhæfing
að verki.
Ástæður fyrir notkun greinis í ofangreindum samböndum geta þó
legið í eldra máli. Þannig segir Jakob Jóh. Smári í setningafræði sinni
(1920:54):
Ákv. mynd kemur og fyrir, þegar hluturinn er kunnur án ákvörðun-
arinnar (eignarfallsins), en þó því að eins, að eignarfallið sé naíhorð
með ákv.gr. eða fomafn og standi á eftir—t.d. [... ] láttu hann bara
gefa eldishestinum kóngsins í fyrra málið [...;] og bað hann að bíða
stundarkom í salnum drotningarinnar [...;] hann hefir stungið á sig
beltinu konunnar þinnar [...].
í fomu máli em þess líka dæmi að slík sambönd séu notuð, t.d. Laust
hann bakkanum saxins (Grettis saga 1985:1028) og orðasamband eins
og mergurinn málsins á sjálfsagt rætur að rekja til þess að svo hafi verið
algengara að segja á eldri málstigum. Um ákveðinn greini í sambandi
við eiginnafn segir Jakob Jóh. Smári á þessa leið (1920:54-55):
Með ef. eiginnafns eru no. nú ætíð óákveðin, nema eiginnafninu fylgi
pers.fom. í sama falli [... ] t.d. hestur Eiríks — hesturinn hans Jóns
(þó t.d. málið Bjama [... ]).
Sumstaðar á landinu er reyndar sagt t.d. bíllinn Indriða (Guðmundur
B. Kristmundsson, Baldur Jónsson, Höskuldur Þráinsson og Indriði
Gíslason 1986:52).
3.1.2 Staða neitunar
í dönsku, norsku og sænsku em atviksorð í aukasetningum á milli
fmmlags og umsagnar, gagnstætt íslensku; Han sade, att han inte var