Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 113
Flugur
Leiðinfrá helvíti til hi og bye
Fyrir tæplega 100 árum gaf Benedikt Gröndal málfræðingum þá ein-
kunn í Dœgradvöl að þeir væru alteknir af nýjungafári. Málfræðingar,
sagði Gröndal, eru:
alltaf að arga upp einhverju nýju, aldrei geta látið sér nægja þann
sannleik, sem einu sinni hefur fengizt. Þetta er einkenni þessara tíma,
óánægja með allt, sem menn hafa, eftirsókn eftir einhverju, sem
menn ekki hafa, sífellt framtíðartal og framtíðarþvaður (Benedikt
Gröndal 1965:225).
í þessari flugu ætla ég að reyna að „arga upp einhverju“ um ensk
tökuorð í fslensku að fomu og nýju. Þetta efni er bæði viðamikið og
flókið, og því verð ég víða að fara fljótt yfir sögu og sums staðar að
einfalda efnistök meira en góðu hóíi gegnir. Þessar syndir bið ég les-
endur að forláta mér.
Þegar fjallað er um ensk tökuyrði — og ég á þá einkum við hrein
tökuorð og tökuþýðingar — vill oft gleymast hversu gamall og rótgró-
inn þessi hluti orðaforða fslenskunnar er. Elstu tökuyrðin úr fomensku,
eins og t.a.m. helvíti, finnast í norrænu málunum öllum og em þannig
eldri en íslenskan sjálf, sem sérstakt tungumál. Þessi þúsund ára löngu
samskipti tungumálanna tveggja ættu að geta frætt okkur nokkuð um
eðli og einkenni þeirra orða sem íslendingar hafa fundið hjá sér þörf
— ímyndaða eða raunverulega — til að taka að láni, og hvaða áhrif
þessir misvelkomnu gestir hafa haft á okkar tungu. Ég ætla því að rekja
nokkuð sögu enskra tökuyrða í íslensku og víkja fyrst að orðum úr fom-
ensku.
Orðaforðinn sem hér um ræðir er ekki stór — um 200 ef fallist er á
öll þau tökuyrði sem til greina koma, um 70 ef aðeins er miðað við þann
hóp orða sem fræðimenn eru sæmilega sammála um að rekja megi til