Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 121
Flugur
119
Að lokum langar mig að leggja enn og aftur áherslu á að það sem mest
stendur hverjum þeim í vegi sem rannsaka vill áhrif enskrar tungu á ís-
lenskt nútímamál er sá upplýsinga- og heimildaskortur sem við búum
við. Þær stofnanir Háskólans sem fást við íslenskt nútímamál, þ.e.
Orðabók Háskólans, Málvísindastofnun og íslensk málstöð, hafa ekki
— mér vitanlega — sinnt þessum málaflokki, né heldur nokkur önnur
opinber stofnun. Hér er þörfin þó mikil, ekki sfst með hliðsjón af mál-
vemd og málstefnu. Enska nútímans er tröllkona sem miskunnarlaust
teygir þau tungumál sem á vegi hennar verða yfir eldi sínum. Ef við
hirðum ekki um að gefa tröllkonu þessari gætur kann svo að fara að ís-
lenskt mál afmyndist í eldi hennar eða verði honum að bráð. Slík urðu
einmitt örlög hinna keltnesku grannmála okkar, skosku og írsku, og það
á ékki lengri tíma en tveimur mannsöldrum.
HEIMILDIR
Benedikt Gröndal. 1965. Dœgradvöl. Mál og menning, Reykjavík.
Eyvindur Eiríksson. 1974. Ensk tökuorð í nútímaíslensku — nokkrar athuganir.
Óprentuð B.A.-ritgerð í íslensku við heimspekideild Háskóla íslands, Reykjavík.
—• 1977. Miðensk tökuorð í fslensku. Óprentuð kandídatsritgerð í íslenskri málffæði
við heimspekideild Háskóla íslands, Reykjavík.
Guðjón Friðriksson. 1987. Lesbók Morgunblaðsins 17. okt.
Helgi Guðmundsson. 1979. Um þrjú basknesk-íslenzk orðasöfn frá 17. öld. íslenskt
mál 1:75-87.
Mörður Ámason, S vavar Sigmundsson, Ömólfur Thorsson. 1982. Orðabókum slangur
slettur bannorð og annað utangarðsmál. Svart á hvítu, Reykjavík.
Magnús Fjalldal
Háskóla íslands
Reykjavík