Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 124
122
Orð aforði
hari fylgt Sturlungu í Reykjafjarðarbók, AM 122 b fol., en mesturhluti
hans er nú glataður. Séra Þorsteinn Bjömsson á Útskálum skrifaði þátt-
inn upp um miðja 17. öld meðan hann var enn heill og í stað orðsins
iotvr skrifar hann Jetur. Enn er sagan um andlitsmeinið tekin upp í Guð-
mundar sögu C sem er óprentuð. Sá hluti hennar, sem máli skiptir, er
varðveittur í einu handriti sem hefur textagildi, Stokkh. Papp. fol. nr. 4,
og er það skrifað um miðja 17. öld af Þorleifi Jónssyni í Grafarkoti. Þar
er umrædd orðmynd skrifuð Jetvr. Af þessum tveimur 17. aldar hand-
ritum virðist mega draga þá ályktun að myndin jetur hafi verið til á
17. öld. Getur þar tvennt komið til. í fyrsta lagi getur myndin jetur ver-
ið komin upp við afkringinguna /jö/ —*■ /je/, þ.e. jötur —* jetur, og í öðm
lagi getur verið um að ræða hliðarmynd við no. eta ‘jata’ sem í ft. etur
hafði merkinguna ‘krabbamein’ og þá skyld so. eta. Tvímyndimar eta
- éta eru gamlar og eru dæmi um þær frá 13. öld þótt broddlaust e hafi
verið mun algengara (Bandle 1956:50).
Líklegast þykir mér að orðmyndina í Guðmundar sögu B eigi að lesa
jötur og að hún hafi upphaflega verið kvk.ft. af no. jata sem í ft. gat
merkt ‘krabbamein’ á sama hátt og ft.-myndin etur af eta (sjá t.d. Holt-
hausen 1948:147).
Af textanum er hvorki hægt með vissu að ráða í kyn né tölu orðsins.
Orðið jötur er greinilega karlkyns í þýðingu Guðbrands Þorlákssonar
á Lífsveginum eftir Niels Hemingsson en það var eina dæmið um jötur
í ritmálssafhi Orðabókarinnar. Þar stendur: „Ef Madur med þad fyrsta
burt skier ecke edur brenner Jpturen adur hann þroast þa er vgganda ad
hann megnest allt þar til ad Madurinn deyr af‘ (1599:VII r). Ekki er
óalgengt að orð, sem mestmegnis er notað í fleirtölu, breyti um kyn og
tölu. Fleirtöluorðið jötur af jata hefði þá breytt um kyn og orðið kk.et.
jötur.
í orðabók Guðmundar Andréssonar er orð sem að öllum líkindum er
af sama toga og jötur. Þar segir:
Jdtu mein / vel átu mein / cancer: ... Morbus, ab Edda jet. Jata
etiam Prœsipe, Saginarium\ Refer ad jet / et / Edo.
(Guðmundur Andrésson 1683:130)