Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 126
124
Orð aforði
bjartleitakonu („Den lyse kvinde“). Þótt það virðist svolítið annkanna-
legt að kenna konu við grjót uppi á heiðum virðist þó svo vera í vísu-
brotinu. Dæmið frá Illuga styður að stofnlægt -r- er í jótr.
Við athugun í seðlasöfnum Orðabókarinnar kom í ljós að ekkert
dæmi var til um jótur en fáein um jútur sem líklegast er af sama toga. í
ritmálssafhi voru til þrjú dæmi og var hið elsta þeirra úr ljóðabók Þor-
láks Þórarinssonar frá 18. öld:
Vefur Klwtum Faalka Froon,
fyrdtur Swtamprkum,
Hnappa Jwtur Hags vid Tioon,
hoppar wt aa Jprkum.
(Þorlákur Þórarinsson 1780:265)
í þulum Ólafs Davíðssonar kemur jútur fyrir í ýkjuvísu:
Hákarlinn í hafinu rann,
hár og digur júturinn,
inn í kórinn vasa vann
vondur rekabúturinn.
(Ólafur Davíðsson 1898-1903:311)
Þriðja dæmið er úr Blöndu, úr frásögn frá 19. öld, og virðist jútur þar
notað sem uppnefni á manni: „Ég hræðist ei, þó hann komi hann Digri
Jútur á Höskuldsstöðum, og þó verði með honum Snerill í Bólstaðar-
hlíð“ (Blanda III, bls. 169). Af þessum þremur dæmum virðist mega
ráða að jútur sé notað um stóran og digran mann eða digra skepnu. Ef
til vill tengist -jóti í samsetningunni ullarjóti þessum orðum. Það er
einkum notað sem skammaryrði um mann og kannast ýmsir við vísu,
sem til er í ýmsum afbrigðum, en eitt er svona:
Lánar þrjótur litla krít,
lifir á hótelonum.
Ullarjótinn éti skít,
ég er á móti honum.