Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 130
128
Orð aforði
veski
í fyrsta bindi ævisögu Tryggva Gunnarssonar eftir Þorkel Jóhannes-
son eru birtar fjórar vísur ortar til Tryggva á 18. afmælisdegi hans. Svo
segir í fyrstu tveimur:
Átjánda október
inn kom í veröld hér
buxnalaus, berlæraður
bobbi, sem var þó maður.
Upp undir veskið var
vægðarlaust skoðað þar,
eins og oftast til gengur,
og þetta var þá drengur.
(Þorkell Jóhannesson 1955:55)
í bréfi frá árinu 1915 kemst Tryggvi svo að orði: „Vísur þessar —
alls voru þær 17 að tölu — orti síra Bjöm Halldórsson á [18.] afmælis-
daginn minn, við hefilbekkinn minn, dálítið kenndur, og talaði þær upp
úr sér“ (tilv. rit, bls. 87).
Merking orðsins veski í fyrsta vísuorði annars erindis er ekki ótví-
ræð. Það væri helst að það merkti þama ‘poki, (skinn)sál’ og lyti þá að
umbúnaði bamsins í vöggunni. Hins vegar bendir orðalagið Upp undir
... og vœgðarlaust... fremur til þess að veski eigi við hinn buxnalausa
og berlæraða bobba sem getið er um í fyrra erindinu.
Mörg dæmi em um orðið veski í orðabókum, jafnt um fommál sem
nýmál, og í safni Orðabókar Háskólans (OH) úr prentuðum bókum er
dæmi um það að finna allt frá fyrri hluta 17. aldar og fram á okkar daga.
Það er einatt notað um hluti — ekki vemr1 — einkum umbúnað, t.d.
utan um vömr, hirslu til að hafa í föggur á ferðalagi eða til að varðveita
í góða gripi, svo og um hirslu til að hafa í peninga(seðla).
Elsta dæmi OH um orðið veski er frá árinu 1641 og er þar notað um
umbúnað um vöm: segist hafa tekið upp tvö veski... og ... upp úr
Sjá þó aths. hér á eftir.
t