Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 134
132
Orð aforði
Bónakarl, kerling og húnn. Hvað er það?
Þegar ég á sínum tíma valdi mér sem prófritgerðarefni í íslenzkri
málfræði athugun á skaftfellsku orðafari með samanburði við orða-
bók Sigfúsar Blöndals, las ég alla orðabókina til þess að búa mér til
spjaldskrá yfir þau orð og orðasambönd, sem þar eru sérstaklega merkt
Skaftafellssýslum. Ég býst við, að þetta þætti hálfgerð Kleppsvinna nú
á tölvuöld, en svona varð nú að fara að fyrir fjórum áratugum. Við
þennan yfirlestur og eins, ef svo má segja, „vettvangskönnun“ í V,-
Skaftafellssýslu, komstég í snertingu við annað verkefni sem mér virt-
ist mjög áhugavert. Hér á ég við allt það orðafar, sem tengist íslenzku
heyskaparmáli. Um þær mundir var líka ljóst, að gerbylting var að
gerast í íslenzkum landbúnaði í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari og
þein-ar tækniþróunar, sem fylgdi í flestum greinum. Mátti ljóst vera,
að fomir búskaparhættir voru á förum og þá hyrfi það orðafar, sem
þeim tengdist, úr mæltu máli manna. Hér gat þess vegna bæði verið
skemmtilegt viðfangsefni við að glíma og eins gagnlegt fyrir sögu ís-
lenzks orðaforða. Ákvað ég því fljótlega að huga að þessu efni, þegar
tóm gæfist til, enda hvattur mjög til þess af þáverandi kennara mínum,
Bimi Guðfinnssyni.
Nokkurt hlé varð samt hér á, því að kennslustörf tóku við. M.a. var
ég vetrartíma í Uppsölum í Svíþjóð. Þar notaði ég tækifærið og kynnti
mér þá orða- og þjóðháttasöfnun, sem fór fram á Landsmálsarkivinu.
Sótti ég m.a. fyrirlestra um þessi efni, sem fluttir voru á vegum þessarar
stofnunar og naut einnig leiðbeiningar og fræðslu Dags Strömbácks
prófessors, sem hér hafði verið sendikennari við Háskóla íslands og
öllum þeim Islendingum, sem honum kynntust, að góðu kunnur. Ymsir
aðrir starfsmenn stofnunarinnar voru mér einnig mjög innan handar í
þessum efnum, og fékk ég hjá þeim ýmsar spumingaskrár, sem þeir
höfðu sent út um þjóðhætti og m.a. um slátt og heyvinnu.
Nokkru eftir þetta hófst ég svo handa, og enn varð ég að lesa Blön-
dalsbók spjaldanna á milli. Þannig bjó ég mér til spjaldskrá yfir allt
það heyskaparmál, sem ég fann í bókinni eða hugði, að svo væri. Með
heyskaparmáli á ég við það orðafar í íslenzku, sem einkum er bundið