Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Blaðsíða 135
Orð aforði
133
slætti og hirðingu heysins. Eins hlutu þá amboðin að fylgja með, og þá
á ég auðvitað við orfið, hrífuna og ljáinn.
Enda þótt Orðabók Háskóla íslands væri þá stutt á veg komin, hlaut
ég að leita þangað, bæði um könnun þess orðaforða, sem þar kynni að
vera um þetta efni og ég hefði ekki í mínum skrám, og ekki síður um
samvinnu við þetta verkefni. Hlaut það vissulega að verða þyngra á
metunum að senda út spumingaskrá í nafni Orðabókarinnar en í mínu
nafni.
Ég minntist áður á veru mína með Svíum. Sá lærdómur, sem ég öðl-
aðist þar í gerð spumingalista eða skrár, kom mér að verulegum notum,
þegar hér var komið. Á grundvelli þeirrar reynslu bjó ég svo til örstuttan
spumingalista, sem sendur var út í nafni Orðabókar Háskólans. Er hann
þrjár fólíósíður fjölritaðar. Allt var orðað á þann veg, að ætlunin var
að fá heimildarmenn, sem ég fékk vitneskju um eftir ýmsum leiðum,
til þess að lýsa öllum vinnubrögðum og eins áhöldum sem mest frá
eigin brjósti. Þannig voru engin orð eða orðasambönd nefnd á þessum
blöðum, heldur vildi ég fá sem mest af orðaforða þeirra, sem svöruðu,
ósjálfrátt og án þess að hafa áhrif á svör þeirra með beinum spumingum
mínum. Að mínum dómi gat annað orðið villandi við úrvinnslu svar-
anna. Hafði ég fengið nokkra reynslu í þessum efnum í sambandi við
efnisöflun til prófritgerðar minnar. Hitt vissi ég og, að á þessari aðferð
voru agnúar.
Þegar ég fór að íhuga það að gera hér stutta grein fyrir þessu gamla
verkefni, varð ég auðvitað að reyna að rifja upp ýmsa hluti, enda langt
um liðið, síðan því var hleypt af stokkunum. Að sjálfsögðu á ég enn
í fórum mínum eintök af spumingalistanum, og má vera að mönnum
þætti nú einhver fróðleikur að heyra sitthvað úr honum. Fyrst er Inn-
gangur. Þar segir f upphafi á þessa leið:
Eins og kunnugt er, hefur orðið gey simikil brey ting á íslenzkum land-
búnaði síðustu áratugi og reyndar langmest í síðari heimsstyrjöld og
eftir hana. Hafa búnaðarhættir, sem fluttust hingað með landnáms-
mönnum og héldust Iftt breyttir um þúsund ár, bókstaflega sópazt
burt með vélmenningunni.