Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 138
136
Orð aforði
en tæplega í eins miklum mæli og á fyrstu áratugum aldarinnar. Þetta
fólk flutti auðvitað með sér sitt tungutak og sinn orðaforða. Þurfti þess
vegna ekki alltaf um langan veg að fara til þess að ná í heimildarmenn
úr fjarlægum sveitum, sem aldir voru upp við gömul vinnubrögð og
gamlabúskaparhætti og kunnu góð skil á þeim og þeim orðaforða, sem
við þá var bundinn. Þetta notfærði ég mér og spurði ýmsa menn hér í
bænum eins rækilega og mér var unnt um heyskaparmál þeirra.
Segja má, að uppskeran af þessu starfi hafi orðið nokkuð góð. Aftur á
móti rak ég mig fljótt á það, að þetta yrði í reynd of viðamikið verkefni
fyrir mig, þar sem það var unnið í fgripum frá aðalstarfi mínu. Varð mér
því ljóst, að skynsamlegt yrði að takmarka það og velja einhvem þátt
þess til nánari úrvinnslu.
Eftir nokkra íhugun og samráð við ýmsa menn, einkum þó félaga
mína á Orðabókinni, ákvað ég að taka út úr spjaldskránni allt orðafar,
sem ég hafði um amboðin, þ.e. orf, hrífu og ljá, og útbúa sérstaka spum-
ingaskrá og senda þeim mönnum, sem ég hafði áður verið í sambandi
við, og eins öðrum þeim, sem voru orðnir tryggir vinir Orðabókarinnar
og þáttarins íslenzkt mál. Þegar þetta var, hafði Þjóðminjasafnið sent
út allmargar spumingaskrár um nokkraþætti íslenzkra þjóðhátta. Tókst
nú samvinna milli Orðabókarinnar og Þjóðminjasafnsins um að senda
þessa skrá út í nafni safnsins. Skráin er nr. IX frá í apríl 1963. Með
þessari samvinnu bættust eðlilega allmargir heimildarmenn við úr hópi
þeirra, sem höfðu sérstaklega svarað spumingaskrám Þjóðminjasafns-
ins.
Ég vil svo, að það komi skýrt fram hér, áður en lengra er haldið, að
mikið efni hafði vitaskuld safnazt um orð og orðasambönd, sem voru
sérstaklega tengd slætti og heyhirðingu. Er sá fróðleikur geymdur á
spjöldum og seðlum og enn að mestu í mínum fórum.
Ekki man ég nákvæmlega hversu margir þeir voru, sem fengu skrána
íhendur, en þeir voru nær 200 úr öllum héruðum landsins. Ekki verður
annað sagt en heimtur hafi orðið mjög góðar, því að alls bámst aftur
138 skrár eða um 70%. Síðan bættust við 14 skrár, þannig að ég hef
undir höndum 152 skrár. Er óhætt að fullyrða, að þetta var mjög góður
árangur.