Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 146

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 146
144 Ritdómar Síðan eru niðurstöður framburðarkönnunarinnar raktar lið fyrir lið. Úr töflum og myndum má lesa mikinn og margvíslegan fróðleik um framburð bamanna og breyt- ingar á honum; í textanum er svo vakin athygli á ýmsum atriðum í töflunum og þær túlkaðar, og helstu niðurstöður dregnar saman. Umfjöllunin skiptist f þrennt; stök sam- hljóð, framstöðuklasa, og inn- og bakstöðuklasa. Meginniðurstöðumar em þær að /s/ og /r/ og klasar með þeim hljóðum eru bömunum þyngst í skauti. Þessi kafli er vel gerður, umfjöllun skipuleg og niðurstöður skýrt fram settar. Ekki verður annað séð en töflur séu skýrar og túlkun þeirra hófsamleg. Þó má gagnrýna framsetningu á línu- og súluritum. Á bls. 48 em tvö línurit af sömu gerð hlið við hlið, en kvarðinn á lóðrétta ásnum er ekki sá sami. Sama gildir um þrjú línurit á bls. 49; þar er að vísu bent á þetta í textanum, en það er samt sem áður ruglandi. í súluriti á bls. 52 er svo sýndur munur á árangri 8 misaldra hópa 4 og 6 ára bama á framburðarprófi; sá munur virðist í fljótu bragði vera allmikill, en þegar litið er til þess að gmnnlínan táknar 80% rétt svör, virðist manni að svo sé kannski ekki. Það sem e.t.v. má helst finna að er að ekki sé alltaf tekið nægilegt tillit til þeirra áhrifa sem hljóðumhverfi geti haft á þau hljóð sem til athugunar eru hveiju sinni. Þannig er nefht að [v] sé stundum sett í stað /f/ í orðinu slaufa. Hér má segja að slaufa hafi verið óheppilegt orð í prófinu, því að meginreglan er sú að orð af þessari gerð hafl [v] en ekki [f]. Því má hugsa sér að þetta frávik stafi af þvf að böm alhæfi reglu sem þau hafa tileinkað sér, en sé ekki sprottið af erfiðleikum í framburði eins og mörg önnur frávik em væntanlega. Einnig þyrfti að gera nánari grein fyrir því hvort miðað er við hljóðfræðilegt svið málsins eða fónemfskt svið. Yfirleitt virðist miðað við hljóðfræði, en þó em t.d. /;/-, hn- og hr- í framstöðu taldir klasar, sem er hæpið frá hljóðfræðilegu sjónarmiði. f yfirliti um bakstöðuklasa á bls. 40 em klasar í orðum eins ogfug/, vagn,fjall, einn, vatn hljóð- ritaðir með rödduðu [1] og [n]; síðar (t.d. bls. 57, 86, 96-97) em höfð órödduð hljóð í slíkum orðum, sem örugglega er hljóðfræðilega nær lagi. f yfirlitinu á bls. 40 em þessir klasar í bakstöðu settir undir sama hatt og innstöðuklasamir í t.d. neglur, bjalla, bolli; en í innstöðuklösunum má frekar búast við röddun í /l, n/ og því ekki ömggt að þeir komi eins út í tali bamanna. Þá má hafa fyrirvara á því hvort eðlilegt sé að lýsa breytingu eins og [ch] —- [kh] þannig að „lokhljóð breyti um myndunarstað" eða [ch] —- [thj] þannig að þar verði „aukning + skipti" (þ.e. skipt sé á [ch] og [th] og [j] aukið inn). Fyrst hl-, hn-, hr- em taldir klasar hefði verið möguleiki að túlka kj-, gj- einnig sem klasa; og þá hefði flokkun umræddra frávika orðið á annan veg (brottfall C2 úr klasa í fyrra skiptið, breyting á myndunarstað án aukningar í það seinna). Ýmislegt bendir til að þessi leið væri eðli- legri. Þannig er t.d. nokkuð um það að fjögurra ára böm skipti á [thj] og [ch] (bls. 76). Þá er talsvert algengt að framgómmæltu hljóðin breyti um myndunarstað hjá fjögurra ára bömum, en nær ekkert er um það þegarbömin eru orðin sex ára. Hliðstæð þróun er í framstöðuklösum þar sem /j/ er annað hljóð, t.d. tj-\ brottfall er algengt hjá fjögurra ára bömunum, en nær horfið hjá þeim sex ára. Ef framgómmæltu hljóðin em túlkuð sem klasi (/kj-/ og /gj-/) virðist hegðun þeirra falla mun betur að heildarmyndinni. Að þessu er vikið á einum stað (bls. 59), en það hefði verðskuldað mun meiri athugun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.