Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 167
íslenskar mállýskurannsóknir. Yfirlit
165
segist hins vegar hafa farið töluvert um landið og spjallað við fólk og spurt um mál-
far fólks í þeim héruðum sem hann kom ekki til (sjá 2.2). í grein Mariusar, Er der
bygdemaal paa Island? (1910), birtust nokkrir punktar um mállýskur á fslandi.
Árið 1917 birtist greinin Um framburð eftir Jakob Jóh. Smára og Halldór Hermanns-
son (1919:50-51) gerir örstutta grein fyrir mállýskum á íslandi, en fyrsta almenna yf-
irlitið yfir íslenskar mállýskur birtist í íslensk-danskri orðabók (Sigfús Blöndal 1920-
24) og er eftir Jón Ófeigsson (Jón Ófeigsson 1920-24). Þeir sem minntust á mállýskur
í ritum sínum fram að útkomu orðabókarinnar virðast ekki hafa gert neinar sjálfstæðar
athuganir eða rannsóknir nema Marius Hægstad. Ekki er heldur að sjá að það hafi verið
gerð sérstök mállýskukönnun vegna orðabókarinnar, þótt Jón Ófeigsson hafi greinilega
aflað sér mikilla upplýsinga. Eitthvað hefur hann þó ferðast um landið (sjá Stefán Ein-
arsson 1928-29:268).
Frá þriðja áratugnum eru svo tvær yfirlitsgreinar um mállýskur (Marius Kristensen
1924 og Stefán Einarsson 1928-29). Þótt ekki hafi verið skrifað mikið um mállýskur á
þessum árum minnast nokkrir á þær, t.d. Jóhannes L.L. Jóhannsson, en hann vekur at-
hygli fyrir mjög ákveðnarskoðanirá útbreiðslu mállýskna (1923:206-207 og 1924:24—
32, 130). Ekki kemur fram í ritum manna á þessu tímabili hvemig þeir öfluðu sér
upplýsinga um mállýskur og mörk þeirra, nema hvað sumir segjast fara eftir Jóni
Ófeigssyni eða almennt eftir því sem áður hafði verið skrifað (t.d. Marius Kristen-
sen 1924:299). Stefán Einarsson fer eftir Jóni Ófeigssyni og því sem hann hefur sjálfur
heyrt (1928-29:264 og 277).
Stefán Einarsson gerir svo að því er virðist fyrstu „alvörumállýskurannsóknina" á
íslandi árið 1930 á Austurlandi (Stefán Einarsson 1932a, b) (sjá 2.3). Ekki er samt
hægt að segja að hún hafi verið viðamikil miðað við þá næstu, sem er rannsókn Bjöms
Guðfinnssonar (Bjöm Guðfinnsson 1946 og 1964) (sjá 3. kafla), en hann rannsakaði
framburð tólfta hvers íslendings í rannsókn sem náði til alls landsins á árunum 1941-
46 (1946:97-98). Rannsókn Bjöms takmarkaðist, eins og rannsókn Stefáns að mestu,
við mun í framburði, en fyrri málfræðingar höfðu gjaman haft mun í orðafari og jafn-
vel beygingum með í umfjöllun sinni (sjá t.d. Marius Hægstad 1910:42 og 1942b:35
og Marius Kristensen 1924:302), þótt framburðarmállýskur hafi ávallt verið fyrirferð-
armestar í umfjöllun um íslenskar mállýskur.
Á tímabilinu 1946-80 virðist ekki mikið hafa verið gert að því að rannsaka íslenskar
mállýskur, en 1980 hófst mjög viðamikil rannsókn á vegum Höskuldar Þráinssonar
og Kristjáns Ámasonar sem stendur enn yfir og hefur fengið vinnuheitið Rannsókn
á íslensku nútímamáli (RÍN) (sjá Kristján Ámason & Höskuld Þráinsson 1983 og
Höskuld Þráinsson & Kristján Ámason 1984 og 1986).
Nokkrar minni háttar athuganir hafa þó verið gerðar á þessu tímabili, en þær fjalla
margar um orð, merkingu þeima og útbreiðslu, og heiti á ýmsum hlutum og dýrum. Sem
dæmi má nefna kannanir Jóns Aðalsteins Jónssonar (1953), Helga Guðmundssonar
(1969), Kristínar Indriðadóttur (1972), Guðna Kolbeinssonar (1973), Sigurðar Jóns-
sonar (1976) og Stefaníu Ólafsdóttur (1977). í þessu samhengi má ekki gley ma OH sem
hefur safnað orðum og þá um leið mállýskuorðum (sjá t.d. Ásgeir Blöndal Magnús-
son 1960). Skyldar þessu eru svo athuganir Sverris Tómassonar (1964) og Lúðvíks