Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Side 168
166
Guðvarður Már Gunnlaugsson
Geirssonar (1984) á forsetningum með þéttbýlisheitum. Ekki voru þó allar athuganir í
þessum dúr, t.d. kannaði Ásgeir Blöndal Magnússon [vd, yd, rd]-framburð (1959), Sig-
ríður Anna Þórðardóttir kannaði [bð, *ð]-framburð (1977) og 1977-78 fóru Ingólfur
Pálmason og Þuríður Kristjánsdóttir um hluta Austur-Skaftafellssýslu til að rannsaka
framburð fólks þar (sjá Ingólf Pálmason 1983:29-31). Baldur Jónsson (1982), Ingólfur
Pálmason (1956), Sigurður Konráðsson (1982) og fleiri hafa athugaðýmis atriði út frá
rannsóknum Bjöms Guðfinnssonar, og í tengslum við RÍN hafa svo verið gerðar smærri
kannanir og rannsóknir, t.d. Höskuldur Þráinsson (1980), Þómnn Blöndal (1984) og
Sigríður Sigurjónsdóttir (1985), en þær fjalla allar meðal annars um samanburð á RÍN
og rannsóknum Bjöms Guðfinnssonar.
Þar sem engin heildarrannsókn hefur farið fram á mállýskumun í orðafari eða beyg-
ingum verður hér á eftir nánast eingöngu gerð grein fyrir rannsóknum á framburðar-
mállýskum, en eins og ritaskráin ber með sér hafa verið tekin með í hana mörg rit um
félagsleg málvísindi, slangur og mismun í orðafari og beygingum. f öðmm kafla verður
fjallað um mállýskurannsóknir fyrir 1940 og hvað málfræðingar á 19. öld og fyrri hluta
20. aldar hafa haft um mállýskur að segja. í þriðja kafla verður fjallað um rannsóknir
Bjöms Guðfinnssonar og í fjórða kafla um aðrar rannsóknir síðustu 40 árin.
2.
2.1
Eins og kom fram í inngangi virðist ekki hafa verið gerð nein könnun á íslenskum
mállýskum fram til 1907.4 Þess utan hef ég ekki fundið neitt um mállýskukannanir á
íslandi fyrir aldamót. Engu að síður höfðu málfræðingar og aðrir sitthvað um mállýskur
að segja á þessum tíma og margir tala um framburð landsmanna í ritum sfnum (sjá
t.d. Áma Magnússon 1930:251-252 og Eggert Ólafsson 1943), t.d. hefur Valdimar
Ásmundarson (1878:42) eftirfarandi að segja um framburð landa sinna:
En með því að framburður manna er mjög ýmislegur, er opt eigi einhlítt að fylgja
honum í rithætti, og verður þá að fara eptir uppruna orðanna. Engarreglur verða hjer
gefnar um framburð yfir höfuð; hann á einungis að vera eðlilegur og málinu sam-
boðinn. Talverður munur er á framburði manna í ýmsum hjeruðum landsins. Þannig
hefir í mörgum hjeruðum hv breyzt í kv í framburði, á sama hátt sem í Noregi. Sá
framburður verður eigi talinn samkvæmur fomum uppruna; ættu menn því einkum
að varast að ríma saman h(y) og k(v) sem hljóðstafi f kveðskap, enda 'nafa menn
almennt forðazt það. Vestfirðingarhafa enn hinn foma framburð grannra hljóðstafa
á undan ng og nk, og verður eigi að því fundið; sumir hafa þar a-hljóð, en sá fram-
burður er eigi ijettur.
Þó að málfræðingamir hafi ekki verið að tala um mállýskur, heldur almennt um
málfar landans, þá kemur ýmislegt fram um mismun í málfari og það er ekki hægt að
4 í inngangi kom fram að Bjöm Magnússon Ólsen ferðaðist um landið í lok sfðustu
aldarí því skyni að kanna málfar (sjá t.d. Sigfús Blöndal 1920-24:VIII), en það virðist
ekki hafa verið unnið úr gögnum hans.