Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Page 170
168
Guðvarður Már Guimlaugsson
kv- Flá- Einhl. [bð gð] [vd yd] y>u hver> hvot>
Nafn frb. mæli ng nk frb. frb. hvur hvur
ECR 18 (-) (-) X + (b) -
KG 36 (-) (-) (x) X (+)
-.46 X X (+)
-.58 X X x (b) X
HKF59 X (-) X x (b) (+?) +
VÁ 78 X X (+) (+)
WHC81 X X (x) X X (+) (+)
BMÓ 82 X X (+) X
LFAW 85 X (-) (-) (+)
BG 85 (X?) (x?/j X (X?)
FJ 08 X (-) X (-) X
-.09 X X X x(/) X X
JJ 09 X (-) (-) (+b) X X X
MH 10 X X x (a) X X + X
Taflal
Eins og taflan ber með sér er minnist Konráð á ýmis atriði eins og l:v-framburð
(1858:29), einhljóð á undan ng og /jÆ (1846:8), [vd, yd, rd]-framburð (1836:22 nmgr.),
framburð eins og spurja fyrir spyrja, ukkur fyrir ykkur og svo framvegis (1846:42) og
mismun í framburði á sambandinu/ð (1858:31). Bjöm Magnússon Ólsen talar um að
ekki segi allir hvurfynx hvor (1882:284). Benedikt Gröndal virðist vera fyrstur manna
til að nefna flámæli (/ —* e) berum orðum (1885:13). Og Marius Hægstad (1910:42)
virðist vera sá fyrsti sem talar um flámæli á u.
Aðrir en þeir sem getið er á töfiunni hafa sitthvað til málanna að leggja, t.d. talar
Biynjólfur Jónsson um /ivi'-framburð (1885:248-249) og ekki er hægt að skilja orð
Henrys Swéets (1877:147) og Williams H. Carpenters (1881:4-5) öðruvísi en að [bð]
og [vd] séu einu mállýskuafbrigðin fyrir/ð-sambandið.
En það eru mörg önnur afbrigði sem koma til greina þegar rætt er íslenskar mállýsk-
ur, og stundum fjalla sumir höfundar um önnur atriði en þau sem nefnd eru í töflunni.
T.d. talar Halldór Kr. Friðriksson (1859:161) um „bögumælið“ að segja seta og sita
fyrir setja og sitja og að það sé mállýska sums staðar. Valdimar Ásmundarson minnist
á að sumir Vestfirðingar segi œ [ai] fyrir a (eða á [au]) á undan ng og nk (1878:42).
Guðbrandur Vigfússon (1864:XLV) og William H. Carpenter (1881:XII) tala um [lb,
rb]-framburð við Breiðafjörð fyrir samböndin //og;/. Carpenter bendir einnig á fram-
burð eins og gjöra fyrir gera og gröri og greri fyrir gréri (1881:XII). Bjöm Magnús-
son Ólsen talar um framburðinn kjöt fyrir ket (1882:268) og Benedikt Gröndal nefnir
mismuninn harðmæli - linmæli (1885:13). Rolf Arpi segir að hn sé borið fram kn á
Norðurlandi (1886:47) og K. Maurer (1888) veltir fyrir sér framburðinum vokn fyrir
vopn.