Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 154

Íslenzk tunga - 01.01.1959, Síða 154
152 RITFREGNIR þjóðsögum Jóns Árnasonar, en í öllum þessum ritum eru merki um vísvitandi stælingu á fornum frásagnarstíl. Þessi rannsókn höfundar er studd fjölda dæma, og virðist í öllum aðalatriðum vera örugg. í fornnorskum ritum er ástandið svipað og í forníslenzku, fara hefur venju- lega hreyfingarmerkingu, en fáein dæmi sýna að hún getur horfið að mestu eða öllu. í fornsænsku og forndönsku virðist hreyfingarmerkingin einráð. Aftur á móti er taka (til) algengt í öllum þessum málum að fornu. Af þessu dregur höf. þá ályktun að jara með nafnh. sýni í fornum norrænum málum, a. m. k. í vesturnorrænu, merki um upphaf þróunar í þá átt að verða eins konar hjálparsögn til að tákna byrjun („ingressivt-perifrastisk verb“); hins vegar sé jara í þessu sambandi ekki orðið hjálparsögn á sama hátt og taka á samnorrænum tíma. Af því leiðir að svæðin þar sem /ara-sambandið lifir hafa að því leyti varðveitt leifar eldra málstigs að þróunin hefur þar haldið áfram á þeirri braut sem þegar er stefnt að í fomu máli. Ilér er því um hliðstæða þróun að ræða frá sameiginlegum stofni. En annars staðar á Norðurlöndum hefur þróunin beinzt í aðrar áttir. Höf. hafnar þeirri skýringu að /ara-sambandið kynni að hafa breiðzt út frá miðsvæði, t. d. í Noregi, vegna þess að í norskum mállýzkum er jara (fare) til (á) með nafnh. að lieita má einrátt, andstætt íslenzku og færeysku annars vegar og sænsku mállýzkunum hins vegar. Þessar niðurstöður höfundar virðast traustar, og hann vísar til þess að bent hefur verið á mörg dæmi um að setningafræðileg atriði sýna hliðstæða þróun í málum þar sem ekki hafa verið að verki bein áhrif frá öðru málinu á hitt (sjá bls. 155—62). Þetta hefur verið skýrt á ýmsa vegu, en rannsókn höfundar rennir traustum stoðum undir þá skýringu að hliðstæð þróun sé sannanleg, a m. k. í því tilviki sem hér hefur verið rætt um. Að þessu leyti hefur ritgerðin almennt gildi fyrir sögulegar og landfræðilegar rannsóknir á atriðum úr setningafræði. Fyrir íslenzka málssögu er ritgerðin auk þess hin gagnlegasta. f henni er dregið saman mikið efni og unnið úr því af samvizkusemi og með prýðilegri þekkingu á íslenzku máli. Þess verður örsjaldan vart að höfundi fatist í túlkun á þeim rnikla fjölda dæma sem hann tilfærir. Það er t. d. ekki með öllu heppi- legt að nefna taka uppá með nafnh. í sömu andránni og taka með nafnh., eins og höf. gerir á hls. 36; aS taka uppá að JijóSnýta konuna merkir ekki sama og að taka að jijóðnýta konuna. Rangt er að heimfæra eftirfarandi dæmi undir „perifrastisk-pleonastisk“ talca: Ilvtiða reikníng? — 0 það tekur ekki að vera að nejna ]>að (bls. 36); sambandið er þarna = ,það tekur því ekki‘. — En slík dæmi eru nauða fá og skipta engu máli um niðurstöður bókarinnar. Höf. ræðir sérstaklega um uppliaf /ara-samhandsins í 7. kafla og haínar þar með rökum þeirri kenningu að það sé til orðið við samdrátt (haplologi) úr samböndum eins og jara at at gera eitthvat. Ilöf. telur þó að jara at með nafnb. liafi ef til vill haft nokkur áhrif á þróun /ara-sambandsins, einkum af því að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Íslenzk tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.