Ritmennt - 01.01.2000, Page 36
BIRGIR ÞÓRÐARSON Á ÖNGULSSTÖÐUM
RITMENNT
hafði það fram yfir [að] hann fór jafnframt í gegnum sveiginn
sem hann hélt á og kom þá öfugur í gegnum hann eða sneri
sér við á leiðinni. Einnig stúlkur sem riðu fjórar, höfðu fyrst
merlci [þ.e. einhvers konar veifur], síðan tóku þær 2Vi al(nar)
langt tréspjót og með því stungu þær í hringi sem vóru settir
á stengur langt fyrir ofan höfuðið á þeim, svo tóku þær korða
og slógu hausa af stengum, sem vóru einnig settar niður, og
seinast tóku þær pistólur og skutu pappírs hausa sem vóru í
miðjum hringnum af. Og hið sama léku karlmenn sem komu
á eftir. Svo kom maður sem lét á ennið á sér ölglas, lagði sig
svo niður, tók þá sveig eins og lítinn tunnusveig, smeygir of-
an á hausinn á sér og fór svo með fæturnar í gegnum og
smeygði þá ofan af sér, svo tók hann tvo og þá þrjá, stóð þá
upp og var þá gl(asið) enn fullt. Menn sem gjörðu ýmsar lílc-
amaæfingar, stungust á ýmsum endum og stóðu á höfði á öðr-
um o.s.fr. og svo vóru ein fimm pör, sem riðu og héldust í
hendur en hestarnir dönsuðu. Þá kom fyrverkeríið [flugeld-
arnir] og var það með óttalegu braki og brestum. Að því af-
stöðnu fór ég heim, var þá amtmaður háttaður en L.135 ókom-
inn.
16. Fór ég heim í bæ á eftir amtm(anni) og til Möllers, var
hann þá ekki heima. Fór ég þá til photograffans og beið þar en
hann kom ekki. Fór ég þá til G.136 og fékk hjá honum 20 rd.,
svo aftur til photograffans og tók hann af mér sex myndir. Var
þá kominn tími til að fara að borða, fór ég því heim og borð-
aði, en að því afstöðnu fór ég með amtmanni upp á loft og var
hjá honum allan eftirmiðdag, var hann mikið vesæll, drakk af
öli fjórar flöskur og sofnaði, svo vakti ég hjá honurn mikið
um nóttina.
17. Kom Þjóðólfur um morguninn og las ég hann fyrir
amt(mann). Svo lagði ég mig útaf og sofnaði Vi kl(ukkustund).
Þá kom kaffið, var þá amtmaður rnjög lasinn, en þá klæddi
hann sig svo og gekk til bæjarins og ég til dr. Feveile og talaði
við hann en hann sagði að ég skyldi koma um daginn eftir.
Kom ég þá enn til photograffans, en hann var þá ekki heima.
Fann ég þá þann sem gjörði við stígvélin mín og fór þá út á
135 Líklega Ludvigsen, sjá síðar.
136 E.t.v. Glad eða Gram, lausakaupmenn sem sigldu til Islands á sumrin.
32