Ritmennt - 01.01.2000, Qupperneq 44
BIRGIR ÞÓRÐARSON Á ÖNGULSSTÖÐUM RITMENNT
ára að aldri og var með allra yngstu þingmönnum. Hann sat á
þremur þingum, 1875, 1877 og 1879. Á þinginu 1875 var hann
fyrsti flutningsmaður tillögu um framlag til undirbúnings stofn-
unar gagnfræðaskóla á Möðruvöllum í Hörgárdal og samþykkti
þingið að leggja fram 10.000 krónur í þessu skyni á árunum 1876
og 1877. í umræðum um málið kom til nokkurra orðaskipta
milli Eggerts og Gríms Thomsen, sem var framsögumaður fjár-
laganefndar neðri deilar og mun Grími hafa þótt sem Eggert, ný-
liði á þingi, bæri ekki nógu mikla virðingu fyrir sér reyndari
þingmönnum.
Hér er örstuttur útdráttur úr ræðu Eggerts, í endursögn þing-
skrifara, þegar hann mælir með tillögunni:
Eggert Gunnarsson sagðist vona, að þótt breytingaruppástunga sú, er
hjer lægi fyrir um stofnun gagnvísindaskóla á Norðurlandi, hefði mætt
nokkrum mótmælum, þá treysti hann því engu að síður, að uppástunga
þessi yrði fúslega samþykkt af deildinni [...] Ekki væri það hcldur nein
ósamkvæmni, þótt ekki væri beðið eftir álitunr skólanefndarinnar, því
að sú nefnd ætti að semja reglugjörð fyrir skóla, en þar á móti ætti hún
eigi að segja fyrir um að stofna skóla. Hann kvaðst að endingu vilja vara
deildina við, að greiða atkvæði sín mót uppástungu þessari, sem hann
gæti fullvissað deildina um að væri samkvæmt ósk og vilja allra Norð-
lendinga. (Framsögumaður: Á þetta að vcra hótun?)
Grímur Thomsen kveður sér svo hljóðs í tilefni af ræðu Eggerts
og segir m.a:
Hann vonaðist til þess, að deildin gæfi gagnfræðiskólanum á Möðru-
völlum atkvæði sitt; það væri sanngjarnt og bróðurlegt, en hann hcfði
búist við fleiri upplýsingum frá þingmanni Norður-Múlasýslu,- það væri
skylda hans að kunna annaðhvort bænarskrárnar utanbókar eða að
minnsta kosti öll aðalatriði þeirra, en í þess stað hefði hann viljað hóta
þinginu með óvild þjóðarinnar, enda vildi hann ráða þingmanninum til
þess að tala sem minnst; því hann rnissti eitt atkvæði fyrir hverja ræðu
sína, og vildi hann minna þingmanninn á það, sem stendur í Hávamál-
um:
Ósnotr maðr
er með aldir kemr,
þat er bazt, at hann þegi;
engi þat veit,
at hann ekki kann,
nema hann mæli til mart.159
159 Alþingistíóindi 1875, fyrri partur, bls. 115-18.
40