Ritmennt - 01.01.2000, Side 46
BIRGIR ÞÓRÐARSON Á ÖNGULSSTÖÐUM
RITMENNT
Á bls. 43: Kvennaskólinn á
Laugalandi. Skólahúsið var að
stofni til hús frú Kristjönu
Havstein, sem hún flutti frá
Skjaldarvík. Árið 1877 stækk-
aði Eggert húsið um helming
og þar var kvennaskólinn
starfræktur til 1896. Hluti
húss þessa mun síðar hafa
verið fluttur að Hrafnagili og
var þar íbúðarhús jarðarinnar
fram undir 1930, en hinn
hluti hússins var íbúðarhús á
Syðra-Laugalandi fram til
1926. Ekki mun vera til nein
ljósmynd af skólahúsinu, en
myndin er af málverki Bald-
urs Eiríkssonar frá Dvergs-
stöðum, sem að líkindum er
gert um 1950. Hann mun við
gerð málverksins hafa stuðst
við ljósmynd af þeim hluta
hússins sem fluttur var að
Hrafnagili, ásamt heimildum
frá dögum skólans, um stærð
þess og gerð. Málverk Baldurs
er nú varðveitt í Laugalands-
skóla, ásamt fleiri munum
sem eru til minja um hús-
mæðraskólann þar.
hrepp, Saurbæjarhrepp og Öngulsstaðahrepp, sem rúmum hundr-
að árum síðar sameinuðust í eitt sveitarfélag, Eyjafjarðarsveit.
Framfarafélag Eyfirðinga skiptist þó fljótlega í þrjú félög hvert í
sínum hreppi og voru þau undanfari búnaðarfélaga hreppanna.
Annað mál sem Eggert barðist ötullega fyrir var stofnun
Kvennaskólans á Laugalandi, eins og fram kemur með fjársöfn-
un hans í Danmörku. Þá bjó á Syðra-Laugalandi í Öngulsstaða-
hreppi Kristjana Havstein, ekkja Péturs Havstein amtmanns, en
hann lést í Skjaldarvík 24. júní 1875, og höfðu þau hjón dvalist
þar síðan amtmaður lét af embætti 1870. Hafði Kristjana átt lít-
ið timburhús í Skjaldarvík, sem flutt var að Syðra-Laugalandi.
Dreif Eggert í því að láta byggja við húsið og þar hófst síðan
kennsla haustið 1877, og starfaði kvennaslcólinn þar til ársins
1896, en þá var hann fluttur til Akureyrar. Laugalandsslcóli var
síðan endurbyggður á Syðra-Laugalandi árið 1937.
Talið er að Eggert hafi verið ábúandi á Laugalöndunum báðum
1876-82. Lítið var hann þó við búskapinn sjálfur en lét ráðs-
menn sína að milclu leyti sjá um hann. Á þeim árum stóð Eggert
fyrir merkilegri framkvæmd sem var framræsla Staðarbyggðar-
mýra. Að því verki var unnið árin 1878-80 og þótti að því stór
bót næstu árin. Um þessa framkvæmd urðu reyndar milclar deil-
ur þegar frá leið, þegar kom að nauðsynlegu viðhaldi á skurðum
og stíflugörðum, og þar sem eklci var hægt að grafa skurðina
nægilega djúpa með þeim ófullkomnu verkfærum sem þá voru
fyrir hendi fór það svo að skurðirnir sigu fljótlega saman og
lcomu þá að litlu gagni.
Eitt síðasta stórfyrirtækið sem Eggert stóð fyrir hér á landi var
Ensk-íslenska verslunarfélagið sem starfaði í Reykjavík. Sumar-
ið 1881 hafði hann skip í förum milli Skotlands og Reykjavíkur,
fór þrjár ferðir með sauðfé og hesta og flutti heim enskar vörur.
Náðu viðskipti hans þá um svæðið austan frá Rangárvöllum og
vestur í Borgarfjörð. Fljótlega fór þó að draga úr starfsemi félags-
ins og mun það hafa hætt rekstri 1884, og hafði þá orðið fyrir
verulegu fjárhagstjóni.
Einnig reyndi hann að koma á fót félagi til kaupa á þilskipi til
fiskveiða, en ekkert varð úr því.
Allar þessar framkvæmdir, sem Eggert barðist fyrir að koma á
fót, kostuðu milcla fjármuni, og lcorn þá í ljós að honum var
42