Ritmennt - 01.01.2000, Side 54
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
RITMENNT
Nína Tryggvadóttir.
York, hafði töluvert meiri afskipti af Nínu
en mönnum hefur verið ljóst hingað til. Um
samskipti þeirra var Nína fáorð síðar rneir,-
sagði einfaldlega að Léger hefði litið til með
sér í stuttan tíma. Upphaflega virðist Nína
hafa verið hikandi við að leita aðstoðar Lé-
gers. Þann 1. janúar 1944 segir hún:
Ég hef verið að hugsa um að fara til Léger, en eft-
ir að hafa séð verk eftir nemendur hans, þá
fannst mér hann vera svo dominerandi í þeirra
verkum að það var alveg óhuggulegt, þeir mál-
uðu allir eins og hann! Svo ég hef komist að
þeirri niðurstöðu að góðir málarar séu of per-
sónulegir til að vera góðir kennarar.
Ári síðar, eða þann 17. febrúar 1945, er
komið annað hljóð í strokkinn hjá Nínu:
Ég hef fengið Fernand Léger til að gagnrýna fyrir
mig núna síðustu 2 mánuðina og erum við orðin
perluvinir.
I þessu sama bréfi kemur einnig fram að Lé-
ger þótti töluvert til um hæfileika þessarar
ungu listakonu frá Islandi sem jók mjög á
sjálfstraust hennar. Léger lagði fast að Nínu
að dveljast áfram í New York og reyna að
komast inn á gott gallerí í borginni. Þegar
skotsilfur hennar þraut gerði hann sér ferð á
íslensku ræðismannsskrifstofuna í New
York til að grennslast fyrir um styrki fyrir
hana.
Ég held meira að segja að kallinn hafi skrifað til
alþingis og guð veit hvað
segir Nína, aldeilis dolfallin, í áðurnefndu
bréfi. Það er því eklci lolcu fyrir það skotið
aö bréf frá sjálfum Fernand Léger leynist í
skjalasafni Alþingis eða utanríkisráðuneyt-
isins íslenska.
Bréfin frá Nínu staðfesta einnig svo um
munar náin persónuleg og listræn tengsl
þeirra Louisu Matthíasdóttur. í nýrri bók
sem ég átti aðild að hélt ég því fram að þess-
ar listakonur hafi verið eins og tvíburar í
listinni um þriggja ára skeið, eða frá
1939-42, en slíkt samband er nánast eins-
dæmi í íslenskri myndlist. I bréfunum kem-
ur fram að þetta samband varaði töluvert
lengur eða allt fram til haustsins 1944 þeg-
ar Louisa gelclc að eiga bandarískan lista-
mann, Leland Bell. En allar götur þar til
Nína sneri heim sumarið 1946 virðast þær
stöllur hafa fylgst náið hvor með annarri.
Það kemur líka fram í bréfunum að Nína
gerði sér vel grein fyrir listrænum skyld-
leika þeirra Louisu á þessu tímabili og hafði
ekki minnstu áhyggjur af honum. Til dæm-
is gerir hún létt grín að viðbrögðum annarra
nemenda við Art Students League, þar
sem þær voru fyrst við nám, við verkum
þeirra:
Þegar við höfðum unnið í 2 daga komst allt í
uppnám af því fólki fannst við Louisa mála alveg
eins. „One of them has got a pupil" sögöu menn
50