Ritmennt - 01.01.2000, Page 56
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
RITMENNT
Stuttu síðar er Nína komin til New York og
búin að koma sér fyrir í herbergiskytru með
hafurtask sitt. Þá segir hún í bréfi:
Hreingerningarkonan hérna sagði við mig áðan,
eftir að hafa virt fyrir sér „skiliríin" að heiman,
að ég mundi áreiðanlega geta lært að mála hér í
Ameríku; svo ekki er öll nótt úti enn ...
Hálfum mánuði síðar, þann 2. október,
kemur annað „rapport" til Erlends:
ég er búin að láta klippa af mér alt hárið, svo það
er hvergi lengra en noklcrir centimetrar - Hem-
ingway-style er það nýjasta hér í bæ (Eins og
María í „For Whom The Bell Tolls") Ég lít út eins
og útburður, en hvað gerir það til, það er enginn
sem segir að málarar eigi að „taka sig út". Ég er
harðánægð, því nú þarf ég aldrei að greiða mér.
í janúar 1944 segir Nína Erlendi undan og
ofan af áramótunum í New York:
Ég hef haft það skemmtilegt um jólin að undan-
teknu því að ég fékk skjaldböku í jólagjöf ... og
nú er orðið svo að ég þori varla að sofna á næt-
urnar því hún er á eilífu ferðalagi um alt herberg-
ið og nú sit ég upp flestar nætur og horfist í augu
við kvikindið ...
Nína var heldur ekki uppnæm fyrir ýmsu
því sem flokkaðist undir hámenningarlega
upplýsingu vestur í Ameríku. í desember
1945 skrapp hún til Fíladelfíu að skoða
Barnes Foundation, safnastofnun sem var
einnig listaskóli. Kennslan þar fólst meðal
annars í því að fílósófera um listaverkin á
veggjunum. Um þær mundir voru Kristján
Davíðsson og Jóhannes Jóhannesson við
nám við stofnunina. Af bréfi frá 1. janúar
1946 er ljóst að Nína er ekki hrifin af því
sem þar fór fram:
Þar hanga margar af frægustu myndum sem til
eru, og við og við eru myndirnar teknar niður og
analýstar með svo miklu orðaflóði og löngum
samantvinnuðum setningum, hornanna á milli
að maður þolir ekki að sjá mynd í viku á eftir.
Mestur hluti þessara bréfaskipta þeirra
Nínu og Erlends gengur hins vegar út á mjög
svo praktíska hluti, afkomu Nínu, sýning-
aráform heima og heiman, gjaldeyrisfyrir-
greiðslur og umboðssölu á verkum hennar.
Þar er Erlendur bæði í hlutverki umboðs-
manns Nínu og velunnara, óþreytandi að
greiða götu hennar, uppörva hana og upp-
fræða með föðurlegum hætti. Og það fer
elcki á milli mála að milli þeirra ríkir full-
ltominn trúnaður. Gagnltvæm væntum-
þykjan skín út úr öllum orðaskiptum þeirra.
Þann 20. október 1945 segir Nína:
Þú hefur ekki hugmynd um það hvað það er milc-
ils virði fyrir mig að geta talað um mín vandamál
við þig; þú ert líka eina manneskjan sem ég hef
getað talað við um sjálfa mig.
Ódagsett bréf frá Erlendi gæti sem best ver-
ið svar við þessari einlægu yfirlýsingu Nínu:
Það er mér sérstakt fagnaðarefni að vita sem
greinilegast um alla hagi þína, vonir og von-
brigði, reynslu þína og starf.
Og Erlendur bætir við:
Þú mátt gjarnan vita að ég geri mér miklar vonir
um þig og framtíð þína og geri til þín kröfur sem
ekkert jafnast á við nema traustið sem ég ber til
þín.
Raunar hafði Erlendur tekið enn dýpra í ár-
inni í bréfi sem hann virðist skrifa Nínu af
sérstöku tilefni einhvern tímann á árinu
1942, löngu áður en hún fór til Bandaríkj-
anna:
T.d. eruð þið aðeins 3 á aldrinum 23-36 ára sem
notið hafa fullrar mentunar í málaralist, þú,
52