Ritmennt - 01.01.2000, Side 58

Ritmennt - 01.01.2000, Side 58
AÐALSTEINN INGÓLFSSON RITMENNT Landsbókasafn. Úr bréfi Nínu til Erlends rituðu „einhvers staðar í Skotlandi". mæðina og biður hann hana vinsamlegast fækka við sig gítartímum, tímum í fram- sögn, í kvikmyndagerð, leikhúsferðum og öðru útstáelsi og einbeita sér að því sem máli skipti. Og til að gera Nínu hægara um vik - og stríða henni um leið - sendir hann henni tvö heimatilbúin eyðublöð: 1) Spurn- ingar urn fjármál, 2) Spurningar um sýning- una, og kallar þau „quiz" upp á amerísku til að vera viss um að Nína skilji sneiðina. Ýmislegt óvænt er að finna í þessum bréf- um þeirra Erlends og Nínu. Óvænt - og kostulegt - er til dæmis að lesa um viðleitni Nínu til að hagnast á bílabraslci, með ötulli hjálp Erlends. í árslok 1944 virðist Nína vera orðin peningalítil. Fór hún þá að huga að heimferð og datt í hug að lcaupa amerísk- an bíl til að hafa með sér og selja einhverj- um auðmanni á íslandi fyrir stórfé. Fyrstu viðbrögð Erlends við þessari hugdettu eru neikvæð og fer hann á kostum í svarbréfi sínu frá 20. janúar 1945: Þú spyrð mig hvort þú munir geta fengið inn- flutningsleyfi fyrir bíl. Það er ómögulegt. Það fá engir leyfi fyrir bíl nema þeir hafi dvalið rninnst þrjú ár vestan hafs. Aftur á móti getur þú komið heim með alla þína innanstoklcsmuni tollfrjálsa: gólfteppið sóffan og stólana borðið og silfurborð- búnaðinn kommóðuna og fataskápinn nagla- burstann og skóhornið,- sem sagt alla búslóðina nema köttinn og kanarífuglinn. Það er algjörlega bannað að flytja inn lifandi dýr. Ég er bara hrædd- ur um að þú hafir ekki frið fyrir biðlum þegar þú kemur heim með þvottavél ísskáp og hrærivél. Ég lendi í laglegri klípu ef ég á að ráðleggja þér hverjum þú eigir að taka. Karlmönnum nægja slíkar eignir til að geta valið úr konuefnum. Það er eins og menn haldi að hægt sé að þvo ástina hreina í General Electric þvottavél halda henni óskemmdri í ísskáp og hræra upp í henni í hræri- vél ef á þarf að halda. Rúmlega ári síðar, í bréfi sem Erlendur sendir 1. maí 1946, hefur hann skipt algjör- lega um skoðun: Um fjármál. Taktu vel eftir! Ég veit ekkert eins fjárvænlegt eins og að koma heim með bíl. Þú græðir því meira á því sem bíllinn er nýrri og betri. Fyrir sæmilegan bíl, Model 1941, færðu 30-40 þúsund krónur, fyrir nýjan híl t.d. 6 manna Dodge, Nash eða álílca bifreið, Model 1946, færðu 50-60 þúsund krónur. Það er mikill vandi að kaupa bíl í Ameríku, sérstaklega notaðann. Það cru gefnar út heilar bækur til þess að lcenna al- menningi hvað sé að varast. Þú verður að fá þér vandaðann aðstoðarmann við bílakaupin, helst íslending sem hefur vit á þessu ... Ég ráðlegg þér og bið þig að leggja alt kapp á að koma heim með nýjan bíl og helst sem glæsilegastan ... Þér er al- veg óhætt að taka lán í þessu skyni. Þú græðir því meira sem þú tekur stærra lán. Ef þú kemur heim í júní í sumar með nýjan bíl ertu algjörlega ofan á fjárhagslega. Ég hef sótt um innfluttningsleyfi á bifreið fyrir þig og verið gefin von um að fá það. Klyklcir Erlendur út meö því að hvetja Lou- isu til að hugleiða bílainnflutning, en við- skiptavit hennar var jafnvel cnn minna en Nínu. Þann 14. júní 1946 cr Erlendur húinn 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritmennt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.