Ritmennt - 01.01.2000, Page 58
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
RITMENNT
Landsbókasafn.
Úr bréfi Nínu til Erlends rituðu „einhvers staðar í
Skotlandi".
mæðina og biður hann hana vinsamlegast
fækka við sig gítartímum, tímum í fram-
sögn, í kvikmyndagerð, leikhúsferðum og
öðru útstáelsi og einbeita sér að því sem
máli skipti. Og til að gera Nínu hægara um
vik - og stríða henni um leið - sendir hann
henni tvö heimatilbúin eyðublöð: 1) Spurn-
ingar urn fjármál, 2) Spurningar um sýning-
una, og kallar þau „quiz" upp á amerísku til
að vera viss um að Nína skilji sneiðina.
Ýmislegt óvænt er að finna í þessum bréf-
um þeirra Erlends og Nínu. Óvænt - og
kostulegt - er til dæmis að lesa um viðleitni
Nínu til að hagnast á bílabraslci, með ötulli
hjálp Erlends. í árslok 1944 virðist Nína
vera orðin peningalítil. Fór hún þá að huga
að heimferð og datt í hug að lcaupa amerísk-
an bíl til að hafa með sér og selja einhverj-
um auðmanni á íslandi fyrir stórfé. Fyrstu
viðbrögð Erlends við þessari hugdettu eru
neikvæð og fer hann á kostum í svarbréfi
sínu frá 20. janúar 1945:
Þú spyrð mig hvort þú munir geta fengið inn-
flutningsleyfi fyrir bíl. Það er ómögulegt. Það fá
engir leyfi fyrir bíl nema þeir hafi dvalið rninnst
þrjú ár vestan hafs. Aftur á móti getur þú komið
heim með alla þína innanstoklcsmuni tollfrjálsa:
gólfteppið sóffan og stólana borðið og silfurborð-
búnaðinn kommóðuna og fataskápinn nagla-
burstann og skóhornið,- sem sagt alla búslóðina
nema köttinn og kanarífuglinn. Það er algjörlega
bannað að flytja inn lifandi dýr. Ég er bara hrædd-
ur um að þú hafir ekki frið fyrir biðlum þegar þú
kemur heim með þvottavél ísskáp og hrærivél.
Ég lendi í laglegri klípu ef ég á að ráðleggja þér
hverjum þú eigir að taka. Karlmönnum nægja
slíkar eignir til að geta valið úr konuefnum. Það
er eins og menn haldi að hægt sé að þvo ástina
hreina í General Electric þvottavél halda henni
óskemmdri í ísskáp og hræra upp í henni í hræri-
vél ef á þarf að halda.
Rúmlega ári síðar, í bréfi sem Erlendur
sendir 1. maí 1946, hefur hann skipt algjör-
lega um skoðun:
Um fjármál. Taktu vel eftir! Ég veit ekkert eins
fjárvænlegt eins og að koma heim með bíl. Þú
græðir því meira á því sem bíllinn er nýrri og
betri. Fyrir sæmilegan bíl, Model 1941, færðu
30-40 þúsund krónur, fyrir nýjan híl t.d. 6 manna
Dodge, Nash eða álílca bifreið, Model 1946, færðu
50-60 þúsund krónur. Það er mikill vandi að
kaupa bíl í Ameríku, sérstaklega notaðann. Það
cru gefnar út heilar bækur til þess að lcenna al-
menningi hvað sé að varast. Þú verður að fá þér
vandaðann aðstoðarmann við bílakaupin, helst
íslending sem hefur vit á þessu ... Ég ráðlegg þér
og bið þig að leggja alt kapp á að koma heim með
nýjan bíl og helst sem glæsilegastan ... Þér er al-
veg óhætt að taka lán í þessu skyni. Þú græðir því
meira sem þú tekur stærra lán. Ef þú kemur heim
í júní í sumar með nýjan bíl ertu algjörlega ofan
á fjárhagslega. Ég hef sótt um innfluttningsleyfi á
bifreið fyrir þig og verið gefin von um að fá það.
Klyklcir Erlendur út meö því að hvetja Lou-
isu til að hugleiða bílainnflutning, en við-
skiptavit hennar var jafnvel cnn minna en
Nínu. Þann 14. júní 1946 cr Erlendur húinn
54