Ritmennt - 01.01.2000, Blaðsíða 73
RITMENNT 5 (2000) 69-94
Steingrímm Jónsson
Prentnemarnir
Bóksaga neðan frá
Á árunum fyrir og eftir 1880 voru tveir systkinasynir við prentnám í Reykjavík. Ann-
ar þeirra var Jón Steingrímsson en hinn Magnús Ingvarsson. Ymis bréf þeirra sem
varðveist hafa bregða ljósi á sitthvað í daglegu lífi prentnema í Reykjavílt á þessum
árum og sýna um nrargt aðra mynd en þá sem oft hefur verið dregin upp þegar litið
hefur verið yfir vettvanginn ofan frá. Það er líka eftirtektarvert að viðhorf þeirra
frændanna eru mjög ólík; Jón er frekar neikvæður í garð prentiðnarinnar en hefur
áhuga á blaðaútgáfunni og pólitík, en Magnús lifir og lrrærist í prentsmiðjumálunum.
Iíslandssögunni marlcar árið 1874 þátta-
skil. Stjórnarskrá með löggjafarvaldi til
handa alþingi opnaði nýjum hugmyndum
leið og hleypti krafti í framþróun þjóðfélags-
ins á öllum sviðum eftir mörg ár stöðnunar.
í íslenskri bóksögu markar árið 1874
einnig þáttaskil. Prentsmiðjurekstur og út-
gáfustarfsemi höfðu um áratugi verið í sama
farvegi. Prentsmiðja landsins, hin eina í
Reykjavík, var undir stjórn landsyfirvald-
anna og ráðsmaðurinn, Einar Þórðarson,
hafði haldið utan um reksturinn í rneira en
tvo áratugi. Þjóðólfur, langstærsta blað þjóð-
arinnar, hvort heldur var að umfangi, út-
gáfutíðni eða útbreiðslu, hafði komið út
undir ritstjórn Jóns Guðmundssonar frá
haustdögum 1852 er hann tók við blaðinu
úr höndum Sveinbjarnar Hallgrímssonar
stofnanda þess. Nú var þess hins vegar
skammt að bíða að á yrði gerbreyting.
Þjóðólfur hafði orðið fyrir harðri gagnrýni
og ýmsir fyrrum stuðningsmenn blaðsins
höfðu snúið baki við því eða reynt að forðast
það eins og t.d. Jón Sigurðsson. Menn gerðu
jafnvel tilraunir til að koma á fót nýjum
blöðum en varð ekki verulega ágengt fyrr en
sumarið 1873 er Víkverji hóf göngu sína. Að
honum stóðu ýmsir ágætismenn sem sumir
hverjir höfðu verið handgengnir Þjóðólfi
þótt aðalmaðurinn að baki Víkverja og sá
sem kostaði útgáfu hans hafi verið nýr í ís-
lenska samfélaginu, Jón Jónsson landritari
frá Álaborg í Danmörku. Það var bæði styrk-
ur Víkverja og veikleiki hversu nálægt yfir-
völdum landsins aðaleigandi blaðsins var.
Þótt Vílcverji liafi um margt verið nýstárlegt
blað - t.d. varð útgáfutíðni þess meiri en
nolckru sinni fyrr í blaðasögu landsins er
Víkverji kom út 59 sinnum á fyrstu tólf
mánuðunum - var Jón Sigurðsson þó ekki
nema í meðallagi sáttur við blaðið og fannst
stefna þess á botninum vera „án efa dönsk,
en ofaná er luin íslenzk af þeirri tegund sem
danskir Íslendíngar hafa".1
1 Jón Sigurðsson (1911), bls. 577.
69