Ritmennt - 01.01.2000, Síða 80
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
l’jóðminjasafn íslands.
Magnús Andrésson prestur og alþingismaður (1845-
1922).
að vinna fyrr en kl. 9 á morgnana og vann til
kl. 7 á kvöldin. Las Jón því undir kennslu-
tíma á kvöldin eftir kl. 7 og var í tímum hjá
Magnúsi á morgnana fyrir kl. 9. Þannig leið
veturinn 1879-80, og lærði Jón undir skóla
hjá Magnúsi og ýmsum fleirum sem Magn-
ús fékk til að kenna honum. Jón tók inn-
töltupróf í 2. lreltk latínuslcólans um vorið í
júní. Hafði hann þá fáum vikum áður feng-
ið algjöra lausn úr prentsmiðjunni, og stóð
þó Jón ritari heldur á móti því, og lauls hann
því aldrei hinum upphaflega lærdómstíma.
Fyrsta veturinn í sltóla naut Jón hálfrar
ölmusu sem var 100 kr. en heillar upp frá
því, auk heimavistar öll árin. Að öðru leyti
styrkti Magnús Andrésson hann mjög mik-
ið fyrsta veturinn og einnig foreldrar hans.
Sumarið 1881 vann Jón í ísafoldarprent-
smiðju, en næsta vetur féklt hann styrlc hjá
Þórði prófasti í Reyldiolti og var lílta hjá
honum sumurin 1882 og 1883, en foreldrar
Jóns, flest systldni hans og mildll frænd-
garður úr Reykholtsdal fluttust alfarin til
Vesturheims sumarið 1882. Þegar Þórður
prófastur lést hinn 13. janúar 1884 mátti
Jón, sem þá var lcominn í 5. beldc latínu-
skólans, heita aðstoðarlaus. Hjónin Jón Þor-
kelsson rektor og Sigríður Jónsdóttir, sem
um haustið 1883 höfðu boðið Jóni að borða
hjá sér miðdagsmat, af því hann „notaði svo
vel lcennsluna" eins og Jón orðaði það í ævi-
ágripi sínu 1887, buðu honum þá að fæða
hann að öllu leyti, einnig um sumarið 1884
er Jón vann í prentsmiðju Sigmundar Guð-
mundssonar í tvo og lrálfan mánuð og liafði
að jafnaði 2 kr. á dag í ltaup. Jón, sem var í
fæði hjá rcktorshjónunum næstu ár, trúlof-
aðist haustið 1885 systurdóttur og alnöfnu
rektorsfrúarinnar, Sigríði Jónsdóttur, en
liún hafði áður verið trúlofuð Gísla Guð-
mundssyni málfræðistúdent við Kaup-
mannahafnarháslcóla sem fyrirfór sér sum-
arið 1884. Þau Jón og Sigríður gengu í hjóna-
band 1887 og varð þriggja barna auðið, en
aðeins eitt þeirra, Steingrímur rafmagns-
stjóri í Reylcjavílc, náði fullorðinsaldri.
Prentneminn Magnús Ingvarsson
Magnús fæddist hinn 10. ágúst 1864 á Litla-
Búrfelli í Svínadal í Húnavatnssýslu, sonur
Ingvars Þórðarsonar bónda og lconu lrans
76