Ritmennt - 01.01.2000, Qupperneq 85
RITMENNT
PRENTNEMARNIR
hafði gert, en hann hafi ekki séð hana enn.28
Magnús skrifar líka móður sinni og segir frá
andláti maddömunnar og að það hafi verið
„prentuð grafskrift eptir hana hjá okkur, og
sendi eg þjer hana hjer með innan í skyrtun-
um".29 Jón sendi Svanborgu aftur á móti
„hjer innan í erfiljóð eptir Olaf Einarsson;
jeg hugsa, að þjer kynni að þykja vænt um
að sjá þau, þó eru þau ekki neitt vel orkt,
þótt eitt af beztu skáldum skólans hafi orkt
þau, nl. Einar Hjörleifsson".30
Það eru þó ekki eingöngu grafskriftir og
þess háttar smáprent sem Svanborg hefur
áhuga á. í bréfi til hennar í febrúar 1883 seg-
ist Jón ekki geta orðið við bón liennar „með
gleðileilcritin núna í bráðina, því að annað
þeirra: Brellumai (Intrigerne) eptir Hostrúp,
get jeg ekki skrifað upp núna fyrst um sinn,
því að það þarf svo langan tíma til þess, en
samt slcal jeg hugsa til þín með þær. En hitt:
Prófastsdóttiiin, nýsamið af Valtý Guð-
mundssyni og Stefáni Stefánssyni frá Heiði,
fæ jeg elcki einu sinni að skrifa upp".31
Andlát Jóns ritara
Jón Jónsson landshöfðingjaritari andaðist í
ársbyrjun 1883. Hann hafði í öll Jrau 10 ár
frá því hann kom til landsins og tók við
embætti landshöfðingjaritara 1. apríl 1873
verið aðsópsmikill í þjóðfélaginu, setið á al-
þingi og haft margvísleg afskipti af stjórn-
málum og blaðaútgáfu.
Jón Steingrímsson skrifaði Svanborgu
liinn 1. febrúar 1883 og sagði það helst tíð-
indum sæta að Jón ritari liefði látist hinn 4.
janúar. Hann lrefði verið veikur marga daga
á undan en farið allajafna á fætur og eklci
hlíft sér venju framar,-32
Óöinn 4 (6), septembcr 1908.
fón Ólafsson ritstjóri og alþingismaður. Magnús lærði
ensku hjá Jóni fyrir Ameríkuförina.
... varð hann svo brjálaður 3. jan. og fór þá víða
hjerna um bæinn; gaf Schierbeck, landlæknirinn
nýi, honum inn svefnmeðal og vaknaði hann
ekki framar. Óvinir Sch. notuðu það fljótt til að
segja, að hann hefði drepið ritarann, en Sch. fjekk
að kryfja hann og sagði, að hlóð hefði hlaupið í
heilann á honum, og þó hann hefði lifað, þá
mundi hann eklci hafa náð fullu viti aptur.
Vart mun ofsagt að óvinir Georgs Scliier-
becks landlæknis hafi velt sér upp úr and-
láti ritarans. í bréfi til Magnúsar Andrésson-
28 Lbs 5224 4to (JSt til SvG, 26.11. 1880).
29 Lbs 5224 4to (MI til SvG, 27.11. 1880).
30 Lbs 5224 4to (JSt til SvG, 26.11. 1880, viðbót, dags.
2.12. 1880).
31 Lbs 5224 4to (JSt til SvG, 1.2. 1883).
32 Lbs 5224 4to (JSt til SvG, 1.2. 1883).
81