Ritmennt - 01.01.2000, Page 96
STEINGRÍMUR JÓNSSON
RITMENNT
bindi. Ritstjórar voru Björn Jónsson, Jón
Ólafsson og Steingrímur Thorsteinsson og
efni ritsins að mestu leyti þýddar greinar og
smásögur. Jón Steingrímsson þýddi tvær
greinar sem birtust í Iðunni, Nauta-at á
Spáni, í 4. bindi 1886, og Um bréfpeninga og
fölsun þeirra, í 5. bindi 1887.
Eftir vilsuvinnu í ísafoldarprentsmiðju
sneri Jón aftur til vinnu í prentsmiðju Sig-
mundar en aðeins í þrjá daga:
21. ág[úst (fimmtud.)j: Fór jeg þá aptur til Sigm.
og byrjaði á landafr. Björns á Akureyri og setti
8 síður (33 1. af Petit).
Landafræði sú sem hér um ræðir er Ágrip af
landafræði handa barnaskólum eftir Ed-
vard Erslev, 96 bls. í tólfblaðabroti, sem
Björn Jónsson útgefandi Fróða á Akureyri
kostaði og gaf út en prentuð var hjá Sig-
mundi. Þetta var 3. útgáfa hókarinnar, hinar
fyrri voru prentaðar í ísafoldarprentsmiðju
1878 og 1880.
22. [ágúst (föstud.)j: settar næstum 8 (8-10 1.) af
l[anda]fr.
23. ág[úst (laugard.)j: las jeg 1. próförk af 1. örk
af landafræði fyrir Björn á Akureyri (3 kr. (?)
fyrir örkina).
Þá fór Jón aftur til vinnu í ísafoldarprent-
smióju og vann fyrir daglaunum í 3-4 daga
og fékk útborgað fyrir alla vinnu sína hjá
Birni:
23. [ágúst (laugard.)j: Unnið hjá Birni Jónssyni
24. [ágústj (s[unnu]d.): 7 tímar
25. [ágúst (mánud.)j og
26. [ágúst (þriðjud.)j: alla dagana, og að því búnu
borgaðar mér af Birni 11 kr. (alls: 29).
Þaó sem eftir lifði sumars vann Jón hjá Sig-
mundi, að mestu leyti við Landafræðina.
Hann hefur að líkindum unnið einn að setn-
ingunni því þann 29. ágúst hættir hann að
telja fram hversu mikið hann setur frá degi
til dags og lætur nægja að tilgreina að hann
hafi þann 11. september loldð setningu fjög-
urra arl<a sem í tólfblaðabroti eru 96 blað-
síður:
27. ág[úst (miðvikud.)j: Settar hjá Sigm. 4 síður
af lfr.
28. ág[úst (fimmtud.)j: Settar 5 síður af lfr. (2.
örk) o.s.frv. landafræðina.
11. [september (fimmtud.)j: Lauk jeg við að setja
landafræðina (4 arkir).
12. [september (föstud.)j: Setti jeg kvæði Olsens
eftir Sigurð.
Þetta er erfiijóð eftir Sigurð Sigurðarson
(1849-84) sem Björn M. Ólsen orti.
13. [september (laugard.)j: Vann jeg hjá Sig[urði[
Krjistjánssyni] nokkra tíma.
Sigurður varð yfirprentari í ísafoldarprent-
smiðju í mars 1883 þegar Sigmundur Guð-
mundsson hvarf á braut.
Jón hélt elclci einungis vinnudagbók held-
ur sltráói hann jafnframt rækilega hvenær
hann fékk útborgað og hversu mildð:
8. [júlíj: Sigm. borg. 4 kr.
15. júlí: Ljet Sigm. mig fá 16 kr.
20. ág[ústj: Gjörði Sigm. upp reikning við mig
fyrir alla vinnu áður og hafði jeg þá alls unn-
ið fyrir 88 kr. 52 a. Þar af borgað af Sigm. 60
kr. Eftir 28 kr. 52 a. fyrir utan breytinga-upp-
bót frá Kr[istjáni] Ó. Þ[orgrímssyni[.
3.sept[emberj: Borgaði Sigm. mjer 31 kr. sem
átti að vera og var allt sem jeg átti hjá honum
fyrir 13. ágúst. Þá verður eptir allt fyrir landa-
fræðina.
18. sept[emberj: Borgaði Sigm. mjer 25 kr. Þar af
borgaði jeg honum prentun á lögum Framt. A
eptir hjá honum 5 kr.
Samtals verða laun Jóns fyrir ákvæðisvinnu
92