Ritmennt - 01.01.2000, Page 120
GOTTSKÁLK JENSSON
RITMENNT
félagsins á fornyrðaskýringum hans.10 Pál
Vídalín er einnig að finna í upptalningu
Hálfdanar á skáldum eftir siðaskiptin sem
aðallega ortu um söguleg og veraldleg efni.
Það eina sem sagt er þar er þetta (86): „Páll
Jónsson Vídalín skildi eftir sig margar og
margvíslegar lausavísur" (Paulus Johannis
Widalinus, varia e) multa carmina reli-
qvit). Þó er bætt við stuttu síðar að Páll eigi
skilinn sérstakan heiðurssess í þessari upp-
talningu. Sú viðbót kemur í athyglisverðum
kafla (94-95) þar sem Hálfdan útskýrir mik-
ið magn og fjölbreytileika þess skáldskapar
sem eftir íslendinga liggur á þarin hátt að ís-
lenslct skáldamál sé svo þjált að það virðist
jafnvel auðveldara að yrkja á íslensku en að
skrifa í óbundnu máli; það sé eins og íslensk
skáld fæðist en séu ekki búin til. Sem dæmi
nefnir Hálfdan þrjú afburöaskáld sem þegar
í bernsku gátu kastað fram dýrt kveðnum
stökum af einstakri snilld, nefnilega þá
Hallgrím Pétursson, Stein Jónsson síðar
bisltup og Pál Jónsson Vídalín síðar lög-
mann. Sá síðast taldi, eins og áður sagði, er
álitinn eiga sltiiinn sérstakan heiðurssess
meðal ísienskra skálda eftir siðaskipti. Þá
icemur lögmaðurinn Páll Vídalin enn stutt-
lega við sögu í lögfræðihluta verksins þar
sem sagt er frá lærðum röksemdafærslum
um fyrstu lögbækurnar í bréfi til Páls
Vídalíns frá Jóni Magnússyni í Hjarðarholti
og áðurnefndum Sveini Sölvasyni (182). í
sama hluta er svo minnst á ritdeilu Jóns
Árnasonar Skálholtsbiskups við Pál lög-
mann um tíundarskatt (195). Þar segir einn-
ig frá lögfræðiskrifi Páls Vídalíns, er hann
sendi til biskupsins, um Jus patronatus, eða
um forn réttindi kirkjubænda á Islandi,
einkum til þess að skipa presta. Fornyrðis-
skýringu þessa þýddi Magnús Ketilsson á
dönsku og lét prenta með formála og eftir-
mála í Kaupmannahöfn 1771 (197). Um-
bóta- og stjórnmálaskrif Páls Vídalíns eru
ekki heldur afskipt í Sciagraphiu Hálfdanar.
í fjórða hluta verksins sem fjallar um nátt-
úrufræði, læknisfræði, stærðfræði, hagfræði
og siðfræði er kafli um stjórnmál og sið-
fræði þar sem sagt er frá latínuriti Páls
Vídalíns, Deo, Regi, Patriæ, eða um Endur-
reisn íslands, er Jón Eiríksson endurskoðaði
og gaf út á prenti ásamt ritgerðum um sama
efni eftir Gísla Magnússon, Arngrím Þor-
kelsson Vídalín og fleiri í danskri þýðingu í
Sórey 1768 (177). Hin latneska ritgerð er
ennþá varðveitt í handriti í Árnasafni (AM
192 a 4to).
Beinar tilvitnanir í Recensus
Ég ætla að geyma þar til síðast æviágrip Páls
Vídalíns, örstutt, sem Hálfdan setur í neð-
anmálsgrein eins og hann gerir iðulega við
slíkt efni, og snúa mér að þeim stöðum í
bókmenntasögunni þar sem Hálfdan vitnar
beint í skáldatalið og getur þess sem heim-
ildar sinnar. Síðar mun ég fjalla um óbeinar
tilvitnanir þar sem Hálfdan notar upplýs-
ingar og orðalag frá Páli án þess að geta þess
sérstaklega. Beinar tilvitnanir í Recensus er
að finna á fjórum stöðum í Sciagraphiu: í
grein um rímnaskáldið Sigurð blind (um
1470-1545) á blaðsíðu 87; í annarri um
Jón Þorkelsson Vídalín Skálholtsbiskup
(1666-1720) á hlaðsíðu 91; í þriðju greininni
um séra Þorstein Björnsson á Setbergi
(1612-75) á blaðsíðu 93; og að síðustu í
10 Páll Vídalín, Skýríngar yfir Fornyrði Lögbókar
þeirrar, er Jónsbók lrallast.
116