Ritmennt - 01.01.2000, Qupperneq 137
RITMENNT
THE DREAM
Bretlandi og afar gestrisinn við Breta sem sóttu ísland heim, auk
þess sem hann skrifaðist samviskusamlega á við allmarga slílca
lengi á eftir.9 Sem blaðamaður, únítarískur kirkjumaður og þýð-
andi jafnólíkra leikrita og Hamlets eftir Shakespeare og Gísla
Súrssonar10 eftir Beatrice Barmby (byggt á sögunni) stuðlaði
Matthías mikið að auknum menningarsamskiptum íslands og
Bretlands á sínum dögum. Honum hefur eflaust þótt alckur í að
eignast ljóð Lárusar sem ber óvænt og ljóst vitni gleymdum
ensk-íslenskum samskiptum genginnar lcynslóðar.
The Dream er tileinkað tveimur mönnum - Sigurði Sívertsen,
sem er sagður vera „sá fyrsti sem stuðlaði að þeim litlu framför-
um sem ég hef tekið í enskri tungu", og Englendingnum Sir
Thomas Maryon Wilson. Þeim síðarnefnda er í ljóðinu fenginn
virðulegur sess, ekki aðeins meðal þeirra nafnkunnu manna sem
ferðuðust til Islands á upplýsingartímanum, en í þeim gagn-
merka hópi voru meðal annarra Sir Joseph Banks (1772)* 11 og Eb-
enezer Henderson (1814-15),12 heldur einnig í víðari hópi frels-
isunnandi enskra píslarvotta og hetja eins og Thomas Cranmers
erkibiskups og hertogans af Wellington. Það að Sigurður Sívert-
sen sé nefndur sem enslculcennari Lárusar hefði elclci lcomið á
óvart þeim hópum breslcra ferðamanna sem gistu heimili hans í
Hafnarfirði í júlí 1809 og maí 1810.13 W.J. Hoolcer slcýrir svo frá
að Bjarni Sívertsen (1763-1833) hafi verið „herramaður sem
hafði tvisvar lcomið til Englands og vegna enskukunnáttu sinn-
ar var hann bæði fær og fús að rniðla olclcur upplýsingum um
margvísleg efni varðandi sitt eigið eyland".14 Sonur Bjarna, Sig-
urður (f. 1787), er sagður vera „ungur maður sem gat rætt dálít-
9 Bréf Matthíasar Jochumssonar, á víð og dreif; Matthías Jochumsson, Sögu-
kaflar af sjáfum mér, bls. 224-37 og víðar.
10 Beatrice Barmby, Gísli Súrsson. A Drama-, Beatrice Barmby, Gísli Súrsson.
Sjónleikur.
11 Sjá Uno von Troil, Letters on Iceland containing Observations ... made dur-
ing a Voyage undertaken in the Year 1772 by Joseph Banks.
12 Sjá Ebenezer Henderson, Iceland; or the Journal of a Residence in that Is-
land, during the Years 1814 and 1815; einnig Felix Ólafsson, Ebenezer Hend-
erson og Hið íslenska Biblíufélag.
13 Um Sívertsenættina og Hafnarfjörð, sjá Sigurður Skúlason, Saga Hafnarfjarð-
ar, bls. 254-74.
14 W.J. Hoolcer, lournal of a Tour in Iceland in the Summer of 1809 I, bls.
232-33.
133