Vera - 01.04.2002, Síða 6

Vera - 01.04.2002, Síða 6
Lesendabréf Spurning mánaðarins Finnst þér vera munur á fegurðarsam- keppnunum Ungfrú ísland og Ungfrú Island.is? Nú er búið að leggja lögbann á myndina „í skóm drekans" sem fjallar um þáttöku einnar stúlkunnar í Ungfrú Island.is, hvað finnst þér um það? Já, mér finnst aö í Ungfrú ísland.is séu þær meira aö velja svona „týpur" en ekki endilcga fallegt andlit. Þetta meö lög- bannskröfuna er dálitiö snúiö, ef það er rétt aö keppendurnir vildu ekki hafa myndavélina framan í sér allan tíman þá hafa þær rétt á lögbanninu. En hinsvegar finnst mér hálfhall- ærislegt aö hún fái ekki aö sýna myndina af því að hún gæti dregið upp aöra niynd en aðstandendur kcppninnar eru sáttar við. Þaö er til dæmis alltaf talað um að engin reyki í þessum keppnum, ef annaö kemur í Ijós af hverju megum viö þá ekki vita af þvi? Bryndís Valgeirsdóttir Já ég held það sé munur á þessum tveimur keppnum þó ég fylgist nú ekki mikiö með þessu. Þá helst aö persónu- leikinn komi betur í gegn í Ungfrú Island.is heldur en bara útlit. I sambandi viö lögbannið þá skil ég bæði sjónarmið mjög vel, þarna stangast á tjáningar- frelsi og friðhelgi einkalífs, en ég verð að segja aö miðaö viö þaö sem fram hefur komið í fjölmiðlum þá finnst mér aö í þessu tilviki eigi tjáningar- frelsiö aö hljóta meira vægi. Ólína Elin Thoroddsen Nei ég hef allavega ekki séö neinn mun, þessar keppnir snúast báöar um aö keppa í kvenlegri fegurö hvernig svo sem þaö er hægt. Hvaö varðar lögbanniö þá get ég ekki ímyndaö mér aö í myndinni birtist eitthvað sem ekki hefur sést áöur, þær eru allar hálf- berar upp á sviöi hvort sem er. Þórunn Haraldsóttir Nei það er enginn munur á þessum keppnum, þetta er ekkert annaö en gripasýning, hálfberar stúlkur aö ganga í beinni röö og láta einhverja dómara dæma um hvaö þeirra mat á fegurð sé. Mér finnst vera búiö aö gera óþarflega mikið mál út af þessari lög- bannskröfu. Eftir því sem ég hef heyrt þá eru engar myndir af keppendunum sem ekki hafa birst áöur. Aðstandendur Ungfrú ísland.is gera mjög mikið út á þaö aö þessi keppni sé öðruvísi en Ungfrú ísland og þá meöal annars af því keppendurnir koma ekki frarn í bikiníi á sviði, samt þurfa þær að koma frani í bikiníi fyrir framan dómarana. Munurinn er enginn. Jona Petersen scanomá Klámiðnaðurinn í sundlaugunum „..guess I must have missed it all when I gave her the ladyshave.." Hljómsveitin Gusgus Kvenréttindasinnum hefur lengi verið tíðrætt um neikvæð áhrif tískunnar á konur. Þar sem tískufrömuðum hefur tekist í áratugi, ef ekki hundruð ára, að halda konum í helgreipum ímyndar og klæön- aðar sem gerir það að verkum að þær frá unga aldri missa sjónar á eigið ágæti og reyna að falla inní ímynd sem engin kona í raun get- ur uppfyllt. Krínólínur og sílikonbrjóst eru afsprengi þessa. Nýverið hefur klámbylgjan fallið aö strönd íslands og þess er far- ið að sjá stað á kroppum ungra íslenskra kvenna. Þeim, sem vilja halda því fram að tilvist súlustaða hafi ekki áhrif á líf ungra kvenna, myndi bregða við að líta inn í sturtuklefa kvenna í sundlaugunum og á líkamsræktarstöðvum. Ekki einasta að fleiri ungar konur á íslandi fara í rándýrar og stórhættulegar brjóstastækkanir en í nokkru öðru landi Evrópu heldur hafa ungar konur hér á landi tekiö upp þann sið að raka af sér skapahárin. Fyrir nokkrum árum kenndi Heiðar snyrtir konum að nýjasta sundfatatískan krefðist kantskurðar sem hann nefndi svo. Þá átti hann við að konur þyrftu að raka skapahár úr nár- anum svo að ekki stæðu hárbrúskar útfyrir örmjóar pjötlur sem þá voru í tísku sem sundföt. Enn hafa pjötlurnar minnkað svo væntan- lega er kantskurðurinn nauðsyn sem aldrei fyrr. Eða hvað? Væri kannske nær lagi að hanna flíkurnar að sköpulagi kvenna frekar en hitt að breyta konum svo þær henti tísku-pjötlunum? Það sem nú ber fyrir augu í sturtuklefum sundstaða og líkams- ræktarstöðva er ekki kantskurður í anda Heiðars snyrtis. Nú hafa ungar konur gripið til hinna margauglýstu rakvéla fyrir konur og nauöraka kynfæri sín svo algjörlega að þau minna á sköp ókyn- þroska stúlkubarna. Slík sjón leiðir hugann að öðru óhuggulegra sem er barnaklám. Það er augljóst að sundfatatískan hefur ekki lengur áhrif á hversu mikið þarf að kantskera, nú er það annað sem ákvarðar hárskurðinn. Hér eru önnur öfl að verki. Hvar sjá ungar stúlkur og konur svona umgengni um sköp kvenna og fyrir hverja er þessi hárskurður? Hvað kemur þeim til að ganga svona um líkama sinn? Þetta hátterni hefur borið fyrir í nokkrum sjónvarpsþáttum sem hér hafa verið sýndir. Einn þeirra er Soprano's þar sem karlarnir sitja gjarna á klámbúllunni Bada Bing. I bakgrunni sér í súlu-stúlkurnar sem þar vinna. Hárferði þeirra kvenna er með þeim hætti að höfuð- hárið er gjarna aflitað og skapahár horfin. Þessi nauðrakstur hef- ur einnig verið til umfjöllunar í þáttum sem heita í íslenskri þýðingu Beðmál í borginni. Ekki var þar um að ræöa nauðrakstur á skapa- hárum heldur var notað heitt vax sem virtist borið á hárstæðið í kringum kynfæri og síðan var hárið rifiö af með einu handtaki. Slík aðgerð varð skotspónn í breskum grínþætti sem gerður er af konum þar sem sýnt var hvernig kona var gjörsamlega hreinsuð af öllu lík- amshári með fyrrgreindri vaxaðferð. Telji konur þetta vera af hreinlætisástæðum verður að telja að náttúrunni hafi heldur skjöplast við sinn frágang þar sem hárvöxt- ur á kynfærum er einmitt til þess fallinn að koma í veg fyrir að óhreinindi berist í leggöng. Ef þessi rakstur er talinn þóknanlegur karlpeningnum þá verður að segjast að ekki hefur klámiðnaðurinn eingöngu náð aö þvinga ungar konur heldur hefur hann drepið unga menn í hugarfarsdróma þar sem höfðað er til kynhvatar þeirra á allra lægsta plani og undir formerkjum sem þeir varla vildu láta bendla sig við, þ.e. kynferöislegrar misnotkunar á börnum. Ásdis Ingólfsdóttir Melhaga 12

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.