Vera


Vera - 01.04.2002, Qupperneq 7

Vera - 01.04.2002, Qupperneq 7
íslenska fyrir útlendinga byrjenda- og framhaldshópar Surnarskóli 8. júlí - 1. ágiíst 2002 Innritun hefst lO.júní 2002 Upplýsingar í síma 551-2992 Vefsíða: http://www.namsflokkar.is Bréfsími: 562-9804 Mexíkóska ástarsagan Kryddlegin hjörtu eftir Lauru Esquivel hefur lifnaö viö á fjöl- um Borgarleikhússins í leikgerö Guðrúnar Vilmundardóttur og Hilmars Jónssonar sem jafnframt er leikstjóri. Bókin vakti heimsat- hygli, sérstaklega eftir aö hún var kvik- mynduð, en hún fjallar um Titu, yngstu dóttur De la Garza fjölskyldunnar, sem leik- in er af Nínu Dögg Filippusdóttur. Tita á sér samastað í eldhúsinu þar sem hún notar sköp- unargáfu sína til að erta bragðlauka fjölskyldunnar, sérstaklega mágssíns. Öllu öðru í húsinu ræður móðir- in, hin stjórnsama ekkja Mamma Elena, sem leikin er af Eddu Heiðrúnu Backman. Elena hefur fjölskylduhefðina i hávegum sem felst m.a. í því að yngsta dóttirin má ekki giftast, hún á að hugsa um móður sina. En elda- mennska Titu veitir fjölskyldunni annað og meira en mat á borðið: Systirin Gertrudis logar af ástríðu, systir- in Rosaura blæs út eða skreppur saman eftir því hver réttur dagsins er og mágurinn Pedro fær rikulega nær- ingu fyrir þá ást sem hann ber til Titu. Þegar Mamma Elena fellur frá nær matseldin algjörum tökum á til- finningalífinu. Laura Esquivel ólst upp á heimili ömmu sinnar í Mexíkó, þar sem ilmurinn af eldamennsku húsfreyjunn- ar lagði um húsið og eldhúsið var miðdepill heimilisins. Laura skrifar í greinasafninu Á milli tveggja elda að hinir vitru Guðir hafi svo sannarlega vitað hvað þeir voru að gera þegar þeir sköpuðu mann og konu: Af sömu ástæðu og þeir sköpuðu sól og tungl, birtu og myrkur, örn og snák. „Þetta eru fullkomnar tvenndir, kerfi sem við þurfum til að klífa til himins. í mínu lífi hefur þessi sameining þess karllega og kvenlega getiö af sér bók og kvikmynd sem fjalla um sögu fjölskyldu minnar, þjóðernisvitund mína, þráhyggju, ótta, vonir og öllu öðru fremur: trú mína á ást tveggja einstaklinga. Ast sem núna er almenningseign." Laura segist vilja deila viðurkenningunni sem hún hefur hlotið fyrir Kryddlegin hjörtu með ættmæðrum sínum og dóttur „og öllum þeim konum, fyrr og síðar, sem dag eftir dag, ár eftir ár, hafa komið okkur í sam- band við það sem við erum í raun og veru. Ég vil deila viðurkenningunni með öllum þeim konum sem gleyma því ekki að steinar geta talað og að Jörðin er lifandi vera. Með öllum þeim, sem alla hina tólf karllegu sólar- mánuði og þrettán töfrandi kvenlegu mánuði lífsins, gera dagleg störf að kosmískri helgiathöfn - án þess að fá nokkurn tíma viðurkenningu fyrir það.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.