Vera


Vera - 01.04.2002, Qupperneq 11

Vera - 01.04.2002, Qupperneq 11
Uppreisnin í fermingarveislunni Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir 1 fermingarveislum fjölskyldunnar - og raunar i öllum veislum - (erfisdrykkjum, skírn- ar- og brúðkaupsveislum sem og venjulegum matarboðum) er það viss passi að á einhverjum tímapunkti stendur kvenfólkið á fætur, tekur af borðunum og fer fram í eldhús að þvo upp. Raunar byrjar þetta á því að allir sitja við borð og drekka kaffi og kjafta, eins og maður gerir í fermingarveislum, en síðan fara konurn- ar svona eins og ósjálfrátt að færa saman disk- ana, safna notuðum munnþurkum á einn þeirra, göfflum og skeiðum á annan, tertuleif- um á þann þriðja. Svo tekur einhver af skarið og gengur fram í eldhús, fær lánaða svuntu til þess að setja framan á sparidressið og grípur uppþvottaburstann. Oftast er það samt fleiri en ein kona sem stendur upp og fer fram i eldhús í veislum. Og þær bera sig vel vegna þess að þær eru glaðar að geta gert gagn. „Minna má það nú ekki vera." Eitt er líka öruggt í þessum veisluheimi: Karlarnir sitja í jakkafötunum sínum og drekka kaffi og njóta dýrindis sætinda, en dettur ekki til hugar að gera nokkurn skapaðan hlut til þess að taka þátt í uppvaski og öðrum leiðind- um. Ekki er heldur ætlast til þess. Þeir sitja bara og fara með gamanmál og skiptast á kjaftasög- um - nema náttúrlega að kjaftasögurnar heita bara sögur þegar karlar segja þær. Þaö er langt síðan ég tók eftir því að horft var öðrum augum á mig en bræður mína í veislum fjölskyldunnar. Það var eins og ég væri í veisl- unum vegna þess að beðið væri eftir því að ég gerði eitthvað, en bræður mínir hefðu hins vegar bara litið við sér til skemmtunar. Þeir voru líka svo ungir greyin. Það er líka langt síðan ég tók þá ákvörðun að sitja og fara með gamanmál og skiptast á kjaftasögum við karlana í stað þess að fara að þvo upp. Eg er því ein af þeim konum sem hafa fengið það orö á sig að „hreyfa sig aldrei" í veislum og þar af leiðandi hlýt ég að vera löt, sjálfselsk og léleg húsmóðir. Ég fæ oft þesslags augnaráð frá kjarnakonum í minni fjölskyldu og hneykslunin leggst yfir mig eins og myrkur. Ég hef oft nöldrað yfir misréttinu sem í þessu felst og spurt karlana hvort þeir ætli ekki að fara að taka af boröunum. Það finnst körlun- um fyndið en konunum dónalegt. Ég hef líka oft reiöst og rifist, en fyrir nokkrum árum á- kvað ég að hætta því og halda bara kjafti. Það var þegar ég hafði eitt árið hleypt bæði jóla- OG áramótaveislunni heima hjá tengdaforeldr- um mínum í uppnám. Það fór svo óskaplega í taugarnar á mér að margir ættliðir af konum hjálpuðust að í eldhúsinu eftir matinn meðan margir ættliðir af körlum lágu í sófanum og dæstu. Svo fór það óskaplega í taugarnar á öll- um í veislunni að ég skyldi hafa orð á þessu. Ur þessu varð eiginlega hálfgert uppistand sem endaði á því að ég fór í fýlu við tengdapabba minn og tengdapabbi minn fór í fýlu við mig. Mér er samt fyrirmunað að skilja þetta. Flest- ir karlar sem ég þekki, telja ekkert eftir sér að vaska upp. Maðurinn minn vaskar tildæmis mun oftar upp en ég, og sömuleiðis maður vin- konu minnar. Þegar komið er í veislur virðist samt allt breytast og það er eins og þeir hrökkvi fimmtiu ár aftur í tímann. Þeim hrein- lega dettur ekki til hugar að setja svo mikið sem teskeið i vaskinn. Hefur það eitthvað með ábyrgðartilfinninguna að gera? Að konum finnist þær ósjálfrátt bera ábyrgð á öllu óhreinu leirtaui sem er nálægt þeim, en karlar vaski frekar upp af illri nauðsyn og þá aðeins heima hjá sér? Vilja karlar ekki láta aðra karla sjá til sin við uppvask? Eða er þetta kannski einhver hefð sem ekki breytist nema með rót- tækri byltingu? Min bylting er fólgin I þvi að vaska ekki upp í veislum nema þátttaka karla sé almenn i upp- vaskinu. Þetta þýðir að ég vaska aldrei upp í veislum. Nú er svo komið aö enginn býst við neinu af mér en allir verða ofsalega glaðir ef ég læt svo lítið að færa bollann minn í vaskinn. „Nú það leynist töggur í Þórunni!" hugsa menn og íhuga hvort það sé kannski ekki öll nótt úti enn. Að ég taki einhvern daginn við mér. En þetta snýst ekki um það. Ég get alveg vaskað upp og geri það oft, ég baka líka stundum fyr- ir veislur annarra og ég hef gaman að því aö gera fólki greiða. Það er bara þessi hræðilega aldagamla hefð - að karlarnir geti verið að tala um eitthvað mikið og merkilegt sem ekki má fyrir nokkurn mun trufla, að þeir geti verið að skemmta sér í veislum, en umræðuefni kvenna og skemmtun þeirra þurfi áfram að vera í öðru sæti á eftir uppvaski og tiltekt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.