Vera - 01.04.2002, Síða 12

Vera - 01.04.2002, Síða 12
Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir Anarkisti, feministi nti-rasisti Sturla Vi2>ar Jakobsson er 10. bekkingur í Hjallaskóla. Vera tók þennan unga dreng tali á dögunum og komst aö því hvers vegna hann kýs aö kalla sig anarkista, feminista og anti- rasista. Mynd: Þórdís Aðeins 11 ára gamall las hann bókina Falið vald og fór að velta fyrir sér jafn- réttishugsjóninni og hvernig misréttið birtist okkur í samfélaginu. Hann hélt áfram að lesa og uppgötvaði þá hugmyndafræði anarkismans sem leiddi til þess að hann fór að velta fyrir sér feminisma. Sturla segir það óhjákvæmilega afleið- ingu þess að vera anarkisti að vera feministi líka því að anarkismi gangi út á að berjast fyrir jafnrétti á öllum sviðum. Hann segist hins vegar fá mjög ólík við- brögð eftir þvi hvort hann lýsi því yfir að hann sé anarkisti eða feministi. í hug- um flestra skólafélaga sinna þykir anarkisminn flott hugmyndafræði en femin- isminn vekur aftur á móti upp neikvæðari viðbrögð, þá sérstaklega vegna hins útbreidda misskilnings um að feministar vilji að konur fái meiri völd en karlar. „Þaö væri vel hægt að uppræta þennan misskilning ef þetta væri gert að kennsluefni í skólum," segir Sturla og bætir því við að honum þyki heldur leið- inlegt að eina fræðslan sem krakkar fái um þessi málefni sé í samfélagsfræði en þar er dregin upp mjög svart-hvít mynd af heiminum enda eingöngu talað um kommúnisma og kapítalisma. Sturla hefur ekki setið við orðin tóm en auk þess að reyna að útrýma karlrembu og kynþáttamisrétti með skoðunum sínum hefur hann verið iðinn við að dreifa bæklingum um anarkisma sem meðal annars inni- halda feminískan boðskap. Þess má geta að höfundur bæklinganna er Sigurður Harðarson, betur þekktur sem Siggi Pönk, anarkisti, feministi og góðvinur VERU. í framtíðinni stefnir Sturla á að beita sér fyrir sér fyrir því að efla kennslu í skól- um um jafnréttismál af ýmsu tagi og að slík kennsla fari fram sem fyrst á skóla- ferlinum, helst í 6 ára bekk. Þetta ungir krakkar eru þá þegar farin að velta því fyrir sér hvort það ríki einhver grundvallarmunur á manneskjum eftir því af hvaða kynþætti eða kynferði þær eru og ef þessum vangaveltum er ekki svarað í skólum er hætta á að þau myndi sér skoðanir byggðar á ranghugmyndum. Slík- ar ranghugmyndir orsaka fordóma og með því að uppræta þær nógu snemma getum við hafist handa við aö uppræta ríkjandi fordóma. Stulli hefur veriö iöinn viö aö dreifa bæklingi þar sem hvatt er til þess aö útrýma karlrembu og kynþáttamisrétti. i 12

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.