Vera


Vera - 01.04.2002, Qupperneq 13

Vera - 01.04.2002, Qupperneq 13
// n S Mér finnst... Þátttaka feöra í uppeldi barna stuðlar aö jafnrétti Steinhildur Siguröardóttir félagsfræðingur Mér finnst „nýju" fæðingarorlofslög- in frábær!! Mér finnst þau frábær af því að ég vona að sú breyting sem gerð var á fæðingarorlofinu verði til þess að allir feður grípi tækifærið og taki þátt í umönnun barna sinna og tengist þeim þegar þau eru kornung. Ég bind miklar vonir við að það auki mjög á jafnrétti, hvort sem er kvenna, karla eða barna. Með nýju fæðingaror- lofslögunum erum við að hverfa frá þeirri ofurá- herslu sem verið hefur á mikilvægi mæðra í uppeldi barna. Ofuráherslu sem hefur leitt til þess að allir; konur, karlar og börn, hafa búið við mikið misrétti að minu mati. Áherslu sem leiddi til að konur töldu sig bera höfðábyrgð á uppeldi barnanna. Mikilvægi feöra i uppeldi var stórlega vanmetið og börn fóru oft á tíðum á mis við það að tengjast feðrum sínum í sama mæli og mæðrum. Flest börn elska báða foreldra sína, sem betur fer, og óska sér að eiga þá báða að ef þau eru ekki svo lánsöm aö þeim hafi hlotnast það. íslenskt samfélag í dag einkennist mjög af ýmis konar neyslu. Þeir þjóðfélagsþegnar sem ekki hafa fjármagn í sama mæli og aðrir til að taka þátt í því neyslukapphlaupi sem hér ríkir upplifa oft að þeir búi ekki við sama rétt og aðrir í samfélaginu. Fjárhagsleg staða í neyslu- samfélaginu getur skipt miklu fyrir líðan og velferð barna, sem annarra. Mikill fjöldi þeirra sem lægstar hafa tekjurnar eru einstæðar mæöur - sem eiga börn sem alast upp við lakari kjör heldur en almennt er. Eins og tíðni sambúðarslita og launakjörum stórs hóps kvenna er háttað í þjóðfélaginu er því ekki bara tilfinningalega mikilvægt heldur einnig fjárhagslega mjög mikilvægt fyrir mjög stóran hóp barna að böndin milli þeirra og feðra þeirra séu styrkt. Feður sem eru tilfinningalega tengdir börnum sínum ættu að vera líklegri til að axla ábyrgð á velferð barna sinna, hvort sem foreldrarnir eru í sambúð eða ekki. Feður sem einnig fá þau skilaboð frá samfélaginu að þeir skipti miklu máli, og alls ekki minna máli en Sími 463 1424 netfang: stubbur@centrum.is mæður fyrir velferð barna þeirra, hljóta einnig að vera líklegri til að gefa sjálfum sér það svigrúm að njóta þess að vera virkir uppalendur barna sinna. Þess vegna fagna ég „nýja" fæðingarorlofinu. Ef við bærum einnig gæfu til að styrkja lögin um sameiginlegt forræði barna með því að veita foreldr- um fræðslu og stuðning í rikari mæli en nú er gert til að takast á við foreldrahlutverkið þegar til sambúð- arslita kemur værum við virkilega að stuðla að jafn- rétti allra aðila. Aukin þátttaka feðra og ábyrgð á uppeldi barna, hvort sem um er að ræða sambúðar- fólk eða ekki, stuðlar að rnínu viti að jafnrétti okkar allra og ég sem jafnréttissinnuð manneskja gleðst því yfir öllum skrefum sem við stígum i þá átt. Ég skora á Kristinu Ólafsdóttur félagsfrœðing og verðandi félagsráðgjafa að segja skoðun sína i nœsta blaði. Eiginleikar sem engin önnur sólarvörn státar af PRODERM er eina sólarvörnin sem skróð er sem læknisfræðileg sólarvörn. Efftir 6 klukkustundir handklæðaþurrkanir Ólíkt venjulegum sólkremum þó myndar PRODERM rakafyllla varnar- nimnu undir efstn logi húðarinnar! Hómarksöryggi fyrir börn og fullorðna. Meðmæli húðlækna. Fæst i apótekum og Frihöfninni. Dreifing CELSUS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.