Vera - 01.04.2002, Síða 18

Vera - 01.04.2002, Síða 18
Allar þær stelpur sem ég ræddi viö og höföu þegar haft kynmök greindu frá því að það hafi verið vinkonur þeirra sem urðu þess valdandi að þær byrjuðu að stunda kynlíf. geta valið kom aðallega upp í umræðunni þegar rætt var um samskipti fullorðinna og unglinga. Þrýstingur frá jafnöldrum En þessi valmöguleiki er ekki alltaf virtur í unglinga- menningunni því unglingar verða fyrir miklum þrýst- ingi frá jafnöldrum sínum um að byrja að stunda kynlíf. Þegar viö berum saman ríkjandi hugmyndir í ýmsum vestrænum samfélögum um mikilvægi mey- dómsins/sveindómsins er íslensk unglingamenning sér á báti. Drengir eru að jafnaði ekki undir miklum þrýstingi frá jafnöldrum sínum um að missa svein- dóminn á meðan þeir eru í grunnskóla en um leið og þeir eru komnir í framhaldsskóla og eru ennþá hrein- ir sveinar verður mikill þrýstingur frá jafnöldrum þeirra um að þeir byrji að stunda kynlif. Stelpur eru að öllum jafnaði undir meiri þrýstingi um að byrja að hafa kynmök og þessi þrýstingur kemur ekki frá strákum heldur öðrum stelpum. Allar þær stelpur sem ég ræddi við og höfðu þegar haft kynmök greindu frá því að það hafi verið vinkonur þeirra sem urðu þess valdandi að þær byrjuðu að stunda kynlíf. Mikilvægi vinahópsins og það sem er að gerast inn- an hans hefur að mörgu leyti úrslita áhrif um það hvenær unglingar byrja að stunda kynlíf. Hins vegar er engin línuleg tenging á milli þess að unglingur fari að stunda kynlíf ef vinir hans eru orðnir kynferðis- lega reyndir. Það er gegnum gangandi viðhorf i samfélaginu að strákar séu alltaf að þrýsta á stelpur um að byrja að sofa hjá. Vinirnir hafa oftast nær mjög mikil áhrif í þessum málum og geta ráðið úrslitum um það hvenær viðkomandi mun byrja að stunda kynlíf. Olík upplifun kynja af fyrstu kynlífsreynslunni Fyrsta kynlífsreynsla íslenskra unglinga er mjög kynjaskipt. Flest allir strákar lýstu sinni fyrstu reynslu sem ánægjulegri og ekkert sem þeir bjuggust ekki við. Allar stelpurnar nema ein greindu frá því að þeirra fyrsta kynlífsreynsla hafi verið sársaukafull og full af óánægju. í huga stelpnanna var þetta eitthvaö sem þær „urðu" að yfirstíga og Ijúka af sem fyrst. Að þeirra mati, og jafnframt vinkvenna þeirra, var það viðhorfum er viðhaldið í samfélaginu með því að telja kynlif vera „eðlilegt" fyrir drengi og æskilegan þátt í því að verða fullorðinn karlmaðaur. Stúlkum er hins vegar kennt að hátta sínu kynlífi innan sam- bands og þær sem „fara yfir strikið" I sinni (kynlífs) hegðun eru vanalega kallaðar druslur og hórur. Mikilvægi þess að hafa val En hvernig upplifa íslenskir unglingar og haga kyn- lífi sínu? Mastersritgerð mín við háskólann í Amster- dam, Gendered reality? How lcelandie teenagers of the age 15 - 18 conduct their sexual behaviour in relation to their gender identity, er byggð á fimmt- án eigindlegum viðtölum sem tekin voru við stelpur og stráka í þessum aldurshópi um kynhegðun þeirra. Af þessum fimmtán einstaklingum sem ég tók viðtal við höfðu tíu haft kynmök. Ein stúlka hafði misst meydóminn ellefu ára gömul, tveir strákar tólf ára, tveir strákar og ein stelpa þrettán ára, þrjár stelpur fjórtán ára og ein stelpa fimmtán ára. Ég vil hér með taka fram að þessar tölur eru eflaust ekki lýsandi fyr- ir alla unglinga. Að mínu mati er meðalaldur flestra unglinga við fyrstu kynmök í kringum fimmtán ára, eins og aörar kannanir hafa sýnt fram á. Hins vegar er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að það eru til undantekningar sem vert er að athuga. Vegna fjölda þeirra stelpna sem höföu misst meydóminn er vert að taka fram að kynjahlutfall í rannsókninni var níu stelpur og sex strákar. I þeirri umræðu sem á sér stað I „unglingaheim- inum" er áherslan á val mjög mikilvæg. Allir ungling- arnir sem ég tók viðtal við lögðu mikla áherlsu á að vera gefinn kostur á að velja hvenær og með hverj- um þau stunduðu kynlíf. Það sem vakti áhuga minn var að þetta val var þó ekki án takmarkana. Ef ein- staklingur var kominn á tvítugsaldur virtist mögu- leikinn á því að hafa val ekki lengur við lýði. Hver sá sem var ennþá hrein mey eða hreinn sveinn eftir tví- tugt var ekki talinn með réttu ráði. Áherslan á að hafa val um það hvenær maður vill missa meydóm- inn/sveindóminn er þó aðallega bundin við að vera ekki undir þrýstingi frá fullorðnum. Mörgum fannst þessi sífelldi þrýstingur foreldra og annarra fullorð- inna einstaklinga um að byrja ekki að stunda kynlíf of snemma vera yfirþyrmandi. Mikilvægi þess að 18

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.