Vera - 01.04.2002, Side 29

Vera - 01.04.2002, Side 29
I Hrönn mætir meö mömmu sína með sér í viðtalið. Mér dettur fyrst í hug að mamman eigi að vera nokkurs konar hugmyndafræðilegur lífvörð- ur sem komi í veg fyrir að vondi femínistinn tæti dótturina í sundur, en fljótlega kemur í Ijós að mæðgurnar eru óvenjulega samrýmdar og þær hafa starfað sem einn maður að gerð myndarinnar í skóm drekans. Mamma hélt á myndavélinni meðan dóttirin lagði sig alla í fegurðarsamkeppnina. Þegar mamman, sem heitir Sigrún Hermannsdóttir, fer á snyrting- una vísar Hrönn til hennar sem „gömlu rauð- sokkunnar" og þá veit ég að við verðum að hafa mömmu með. „Það er svo skrýtið með þetta lögbann," segir Hrönn og vísar til lögbannskröfunnar sem forsvarsmenn keppninnar Ungfrú ísland.is gerðu á myndina, „að þær vissu allan tímann að ég væri að taka mynd. Þær töluðu meira að segja um það í fjölmiðlum að einn keppandinn væri svo sjálfstæður að hann væri að gera víd- eómynd um keppnina. Þetta þótti þeim alveg í anda „hinnar nýju fegurðarsamkeppni". Hæfileikar ungra kvenna metnir ekki síður en útlit. Það var það sem lagt var upp með í byrj- un og staðfastur ásetningur minn frá upphafi var „að spila með". Það varð hins vegar æ erf- iðara eftir því sem leið á keppnina og þegar pirringur minn jókst fóru að renna á þær tvær grímur." Af hverju varðstu pirruð? „Það fór svo í taugarnar á mér að það var alltaf komið fram við mann eins og krakka," segir Hrönn og fer að leika gamlan frænda: „Hvað ætlar þú svo aö verða þegar þú verður stór væna min?" Eins og maður væri bara þeð í þessu dæmi." „Þið voruð heldur ekkert annað en sölu- vara," segir Sigrún og horfir á dóttur sína. „Fjármálamennirnir, „sponsorarnir" voru þeir sem höfðu töglin og hagldirnar." „Já, maður var sendur hingað og þangað að kynna keppnina en jafnframt gert grein fyrir því að maður hefði ekkert um það að segja. Eitt sinn hafði ég farið á einhvern stað þar sem ég átti að fara í viðtal sem var hluti af því að plögga keppnina en gekk eiginlega ekki út á að segja neitt nema já eða nei við því hvort maður væri hress eða ekki. Allt var þetta á sömu bókina lært og ég varð bæði þreytt og reið og fór i kjölfarið í útvarpsviðtal þar sem ég gerði stólpagrín að öllu saman. Þá varð allt vitlaust. En ég má ekki segja meira svo ég skemmi ekki fyrir áhorfendum plottið í mynd- inni," segir Hrönn samsærisleg á svipinn. En ef viö byrjum á byrjuninni. Hvers vegna ákvaðstu að taka þátt i keppninni? „Viö fengum aö tala fyrir framan dómnefnd þar sem ég hélt 20 mínútna ræöu um kvótakerfið og hálendið, en ég áttaöi mig strax á því aö ég var ekki aö skora nein stig fyrir þaö. Hinar stelpurnar sögöu flestar að þær væru mikið á móti dópi og þær ætluðu aö lifa lífinu lifandi. Það þótti bara nokk- uð gott hjá þeim." „Mér hafa alltaf þótt feguröarsamkeppnir fáránlegar, en það vill svo til að ég passa inn í þessar stöðluðu mælieiningar um hæð og þyngd og svo er ég meira að segja Ijóshærð í ofanálag," segir Hrönn og flissar. „Þegar þessi „öðruvísi" fegurðarsamkeppni, Ungfrú ísland.is var auglýst, þótti mér hún forvitnileg og langaði að vita hvernig þetta yrði fram- kvæmt. Mig langaði að sjá inn í þennan lokaða heim fegurðarsamkeppnanna." Þú hefur sagt að allir í kringum þig hafi haldið að þú værir geðveik þegar þú tilkynnt- ir að þú ætlaðir að taka þátt í fegurðarsam- keppni. Hvers vegna? Mamma Hrannar grípur inn í: „Uppeldi Hrannar og umhverfi hafði alltaf miðað að þvi að kenna henni að hún þyrfti ekki að láta dæma sig af útlitinu einu saman. Að hún þyrfti aldrei að kasta af sérsínum persónuein- kennum til þess að falla í kramið hjá einhverj- um sponsorum útí bæ." „Ég hafði lika aldrei sótt í að líta „kven- lega" út," segir Hrönn. „Ég málaði mig sjaldan og hafði aðeins einu sinni á ævinni stigið á háhælaða skó. Ég hafði aldrei farið i líkams- rækt og alltaf reykt og drukkið. Það hafði bara enginn séð mig fyrir sér í sundbol með númer á maganum." Þetta átti nú að vera öðruvísi fegurðar- samkeppni... „Já, einhvers staðar virtist það hafa komist inn hjá forsvarsmönnum keppninnar að konur væru líka einstaklingar og þær hefðu frelsi til þess að hafa karakter. Keppnin átti að birta „í- mynd nútímakonunnar", en fegurðarsam- keppni er auðvitað bara fegurðarsamkeppni, eins og ég átti eftir að komast að síðar." Hvernig var karakterinn mældur í keppn- inni? „Við fengum að tala fyrir framan dóm- nefnd þar sem ég hélt 20 mínútna ræðu um kvótakerfið og hálendið, en ég áttaði mig strax á því að ég var ekki að skora nein stig fyrir það. Hinar stelpurnar sögðu flestar að þær væru niikið á móti dópi og þær ætluðu að lifa lífinu lifandi. Það þótti bara nokkuð gott hjá þeim." Sigrún bætir við: „Auðvitað var þetta bara sama gamla ruglið: Haltu kjafti og vertu sæt!" 29

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.