Vera - 01.04.2002, Side 31

Vera - 01.04.2002, Side 31
Á tímabili vorum við orðnar alveg geðveikar, við fylltumst þvílíku keppnisskapi. Ég fór í megrun og var að hugsa um að spandéra á mig cellulite-rassanuddi þó að ég ætti engan pening. Mig langaði allt í einu að gera allt til þess að auka sigurmöguleika mína." það var auðvitað búist viö því að ég væri kvenleg og sæt. Ég fann að ég var ekki að fá prik fyrir að vera öðru- vísi keppandi, þó að það hefði verið yfirlýst markmið keppninnar frá upphafi. Þarna kom í Ijós að þær meintu ekki það sem þær sögðu. Þegar þær uppgötvuðu að kannski var ekki ætlun mín að halda á lofti þessari glansmynd af keppninni, þá urðu þær hræddar og fóru að banna mér að mynda. Þær vildu líka hafa puttana i myndinni og ráða því hvernig hún yrði. Kjarninn er ekki að ég hafi verið að mynda einkalíf annarra i leyfisleysi og rífa einhver komment úr samhengi. Ég var ekki að því. Myndin er einfaldlega min stúdía á fegurðarsamkeppni. Ef það er einhver sem er sýndur í alls konar óþægilegum aðstæðum, þá er það ég sjálf. Ég ákvað strax að vera ekki að passa mig á mynda- vélinni og ekki falla í þá gryfju að fara að ritskoða sjálfa mig." Sigrún: „Það sem ég kvíði mest á frumsýningu er að sitja undir allri vitleysunnni sem datt upp úr okkur. Svo er ég nú komin á þennan aldur og oft mjög illa til höfð í myndatökunum. En skítt með það! Ef það er heimilda- mynd verður hún að vera sönn." „Fegurðarbransinn hefur alltaf notið friðhelgi," seg- ir Hrönn. „Almenningur hefur aldrei séð neitt annað en þessa opinberu glansmynd. Mér fannst bara þjóðráð að þetta lið fengi að finna óbragð eigin vitleysu. Enda voru lokaorðin i lögbannskröfunni hið „ófyrirsjáanlega tap" vegna styrktaraðila sem kannski drægju sig út úr keppn- inni og minnkuð þátttaka í svona keppnum í framtíð- inni. i rauninni var lögbannskrafan sett fram vegna þess að myndin gæti fengið fólk til þess að fara að hugsa!" Hrönn er á lista hjá Frjálslyndum og óháðum til borgarstjórnarkosninga. Koni pólitikin í beinu framhaldi af fegurðarsamkeppninni? „Nei, alls ekki," segir Hrönn. „Pabbi minn, Sveinn Að- alsteinsson, stofnaði Umhverfisvini ásamt Olafi F. Magnússyni og ég hef verið virk í þeim frá upphafi, enda hef ég mjög ákveðnar skoðanir á umhverfismálum." Mæðgurnar segja frá því að fjölskyldan hafi lengi verið mikið baráttufólk á þessum vettvangi og meira að segja verið hent út af Rex og Astro vegna þess að þau voru þar að safna undirskriftum gegn virkjunum á Eyjabökkum. „Nú eru það vitaskuld Kárahnjúkarnir. Pabbi minn er með þetta mál á heilanum. Hann dreymir það á nótt- unni og hann reiknar dæmið aftur og aftur en fær aldrei út annað en að þetta sé bölvuð aulafjárfesting. Hann fær aldrei út annað en núll. Það eru líka engin lönd í heiminum sem standa í svona framkvæmdum nema Kina og einhver lönd í Afríku. Allir aðrir vilja þetta burt úr sínum löndum. Mig hefur líka lengi langað að vera stjórnmálamað- ur. Það sem mér hefur fundist fráhrindandi við það er að fólk virðist breytast þegar það fer í stjórnmál. Ég veit ekki hvað það er sem gerist, en allt í einu snýst allt um það að halda sætinu sínu og falla að flokkslínum. Þegar mér bauðst að vera með á lista án þess að vera flokks- bundin þáði ég það. Eg hef fullt af hugmyndum um hvernig má hafa pólitísk áhrif til hins betra. Ég er í átt- unda sætinu, eins og vinkonur mínar Ingibjörg Sólrún og Inga Jóna," segir Hrönn og hlær. „Munurinn á okkur er hins vegar að ég tilheyri ekki einhverju flokksbatteríi sem berst við að halda stöðu sinni. Ég er þarna til þess að hafa áhrif og ég hef enga aðra hagsmuni." Gæsluleikvellir Reykjavíkurborgar eru 15 að tölu víðsvegar um borgina og eru fyrir 2-6 ára börn Örugg útivera fyrir börnin. Frjáls leikur í skapandi umhverfi. Góöur félagsskapur meö jafnöldrum undir traustu eftirliti starfsfólks. ÞROSKANDI OG ÖRUGG ÚTIVIST FYRIR BÖRNIN OKKAR Arnarbakki 8 Brekkuhús 3 Fróðengi 2 Njálsgata 89 Rauðilækur 21A Rofabær 13 Safamýri 30 Vesturberg 76 A www.leikskolar.is Upplýsingasími: 563 5800 Fannafold 56 Fífusel 38 Frostaskjól 24 Hamravík 12 Hlaðhamrar 52 Ljósheimar 13 Malarás 17

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.