Vera - 01.04.2002, Síða 35
Til ættu að vera jafn skýrt skilgreind hættumörk hvað
varðar fjölskylduna og til eru gagnvart verðbólgu og kjara-
samningum. íslenskt fjölskyldulíf væri þá vísast komið að
..rauða strikinu", ef ekki vel fram hjá því, að mati Valgerð-
ar Magnúsdóttur, starfsmanns Fjölskylduráðs. I erindi sem
hún hélt á málþingi um launamun kynjanna sagði hún
tíma til atvinnuþátttöku og fjölskyldulífs vera í innbyröis
samkeppni. Vera ræddi við Valgerði um þá undarlegu mót-
sögn að á Norðurlöndunum vinna íslendingar mest, eiga
flest börn og fá minnsta samfélagslega aðstoð.
Vinnum mest og eigum flest börn
Fram kom í erindi Valgerðar að hér á landi er langmesta atvinnu-
þátttakan innan OECD landanna. Og hún jókst mun meira hjá kon-
um en körlum á síðasta áratug. Fjöldi vinnustunda á viku er hér
einnig í hámarki og leggst því vinnukvöðin þungt á bæði kynin sem
hlýtur að gefa mun takmarkaðra svigrúm til fjölskylduábyrgðar en
hjá öðrum þjóðum. Að auki eigum við Evrópumet í barneignum,
1,99 barn á hverja konu en meðaltal innan ESB er 1,45. Mæður
virðast hafa bætt verulega við vinnukvöðina síðasta áratug en fjöldi
kvenna í fullu starfi síðastliðinn áratug helst óbreyttur hjá barn-
lausum konum. Þá er vinnutími mæðra að lengjast meira en barn-
lausra kvenna. Konur hér á landi vinna mikið en karlar þó mun
meira. Konurnar hafa því meira svigrúm en karlar til að sinna heim-
hisstörfum og fjölskylduábyrgð. Enda sýna kannanir að þær telja sig
vinna fleiri tíma á viku við heimilisstörf en karlar.
Fjölskyldan
komin að
rauða
strikinu
rætt viö Valgeröi Magnúsdóttur,
starfsmann Fjölskylduráös
„Það felst ákveðin mótsögn i því að við eyðum
minna fjármagni í samfélagsþjónustu en hin Norður-
löndin en um leið eru hér fleiri barneignir og lengri
vinnutími. Norðurlöndin og ísland hafa reyndar sér-
stöðu hvað varðar mikla samfélagsþjónustu og eiga
það sameiginlegt að vera með háa atvinnuþátttöku
kvenna," segir Valgerður.
Ósýnileg fjölskylduábyrgð
Því hefur verið slegið fram að mæður séu verri
vinnukraftur þar sem þær beri hitann og þungann af
fjölskylduábyrgð vegna barna og séu þvi meira frá
vinnu en aðrir. Þannig hafa t.d. lægri laun kvenna en
karla og erfiðari sókn í ábyrgðarstöður verið skýrð. En
á sama tíma og atvinnuþátttaka mæðra hefur aukist
hefur mismunurinn á fjarvistum horfið og telur Val-
gerður að sú staðreynd hljóti að kalla á leiðréttingu
launa og auðveldari starfsframa fyrir mæður og aðr-
ar konur en nú er. Valgerður bendir á að fjölskyldu-
ábyrgöin er býsna ósýnileg og sést næstum ekkert í
tölfræði þjóðlífsins. Ábyrgðin hafi lengi að mestu
leyti verið kvenna og megi sjá skýrustu áhrif fjöl-
skylduábyrgðar í gegnumgangandi launamun karla
og kvenna sem einnig nær til barnlausra kvenna. Elún
telur aö aukin viðurkenning á allri fjölskylduábyrgð
og úrræði til að vinna henni sess hljóti að jafna stööu
kynjanna.
Vildi sjá veigamiklar aðgerðir til úrbóta
Valgerður segir að allar veigameiri aðgerðir sem
skapa svigrúm fyrir fjölskylduábyrgð og draga úr því
að fólk þurfi að „þegja, þrauka og þola" séu líklegar
til að jafna fjölskylduábyrgðina milli kynjanna. Þvi
ætti fjölskyldustefna ríkis og sveitarfélaga, aðila
vinnumarkaðarins og annarra m.a. aö miða að því að
35