Vera - 01.04.2002, Page 39

Vera - 01.04.2002, Page 39
Þörfin fyrir túlkun er mest hjá fólki frá austur-Evrópu, Asíu og Afríku en viö bjóöum upp á þýðingar úr 50 tungumál- um. Þjónustan er ekki veitt af sérfræö- ingum heldur fólki frá þessum löndum sem hefur náö góðu valdi á íslensku. Viröulega, gamla húsiö viö Hverfisgötu 18, gegnt Þjóöleikhúsinu, hefur nú fengið hlut- verk Alþjóðahúss, miðstöðvar þjónustu viö fólk af erlendum uppruna sem hefur sest að hér á landi. Alþjóöahúsið tók yfir starfsemi Miðstöðvar nýbúa, sem var staðsett I Skerjafirði, og er einka- hlutafélag i eigu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarð- arbæjar, Kópavogsbæjar, Seltjarnarnessbæjar og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Þegar komið er inn I fallegt anddyri hússins verður kaffihús á vinstri hönd og veitingasalur til hægri. Þar er fyrirhugað að hafa þemavikur þar sem matar- menning hinna ýmsu þjóða verður kynnt og gesta- kokkar sjá um að elda. Hægt verður að fá veitinga- salinn leigðan fyrir veislur og fundi þar sem um 40 manns rúmast I sæti. I kjallaranum verður tölvuver þar sem hægt er að komast á netið og setustofa með erlendum bókum og tímaritum. Skrifstofurn- ar eru á efri hæðinni, þar vinna tólf manns í tíu stöðugildum, flestir I fræðslu- og upplýsingadeild en þrír hafa umsjón með túlka- og þýðingaþjón- ustu. „Þörfin fyrir túlkun er mest hjá fólki frá aust- ur-Evrópu, Asíu og Afríku en við bjóðum upp á þýðingar úr 50 tungumálum. Þjónustan er ekki veitt af sérfræðingum heldur fólki frá þessum löndum sem hefur náð góðu valdi á íslensku. Fólk leitar eftir túlkun þegar það þarf að eiga samskipti við hinar ýmsu stofnanir samfélagsins eða fer til læknis, en samkvæmt lögum á fólk rétt á því að hafa túlk þegar það sækir læknisþjónustu ef það skilur ekki íslensku. Fræösludeildin hefur umsjón með þeirri fræðslu sem boðið er upp á og þar starfa einnig ráðgjafar, m.a. lögfræðingur, sem að- stoða fólk ef á þarf að halda. Boðið er upp á ýmiskonar fræðslu, m.a. menningarfræðslu, fræðslu gegn fordómum og fræðslu um fjölmenn- ingarlega kennslu. Þessi fræðsla beinist meira að Islendingum og fer fram I skólum og ýmsum félög- um og stofnunum sem sækjast eftir að fá til sín fyrirlestra, einnig er fyrirhugað að bjóða upp á slíka fræðslu I húsinu sjálfu. Menningarfræðsla er ítarleg kynning á einhverju landi og þjóð sem fólk frá viðkomandi landi sér um. Fordómafræðslan er m.a. ætluð kennurum og leiðbeinendum sem vinna með ungu fólki og þurfa að vera vel meðvituð þeg- ar fordómar gegn útlendingum koma fram. Við bjóðum einnig upp á fræðslu um íslenskt samfélag fyrir fólk af erlendum uppruna. Fólk getur komið hingaö og fengið möppu með hagnýtum upplýs- ingum um vinnumarkaðinn, skattakerfið, heil- brigðiskerfið o.fl. Sumir láta nægja að fá þessa möppu en einnig er boðið upp á fræðslukvöld þar sem fyrirlestur er túlkaður. Þar er farið yfir mikil- væg atriði og fólk frætt um réttindi sín og skyld- ur. Þessi fræðslukvöld hafa gefist vel, fólk hefur verið mjög ánægt með að fá svona fræðslu." Bjarney telur æskilegt að fólki sé bent á Al- þjóðahúsið þegar það fær dvalarleyfi I landinu því að upplýsingastarfið sem þar fer fram nær yfir flesta hluti sem nýir íbúar landsins þurfa að takast á við. Kynningarbæklingur um húsið er í vinnslu og mun hann liggja frammi á stöðum sem innflytj- endur þurfa að heimsækja fljótlega eftir að þeir koma til landsins, t.d. þegar þeir sækja um lög- heimili eða fara I læknisskoðun. Auk þeirrar starf- semi sem frá hefur verið greint er Alþjóðahúsið fé- lagsmiðstöð fyrir fólk af erlendum uppruna. Um 14 félög tengjast húsinu, félög hinna ýmsu þjóða eða trúarbragða og einnig félag nýrra íslendinga, SONI (Society of New lcelanders) sem heldur uppi fjöl- breyttu félagsstarfi. Einnig fer fram móðurmáls- kennsla fyrir rússnesku-, ensku- og kínverskumæl- andi börn en slik kennsla fer fram í Námsflokkun- um fyrir börn frá Víetnam." En vikjum nú að Bjarneyju sjálfri. Hún er 34 ára gömul, alin upp I Árbænum en var alltaf úti á landi eða í útlöndum á sumrin. „Ég var fljótt óhrædd við að fara I burtu, Reykjavík hefur aldrei togað sérstaklega í mig. Þegar ég var fimm ára átti að senda mig i eina viku í Ölver í Borgar- firði þar sem fjölskylduvinkona var matráðskona í sumarbúðunum. Mér fannst svo skemmtilegt þarna að ég neitaði að fara heim og var þar nán- ast allt sumarið og mörg sumur þar á eftir. 13 ára fór ég til Hafnar í Hornafirði og vann sem barnapía á sumarhótelinu í tvö sumur. Síðan vann ég eitt sumar á hótelinu á Laugum i Sælingsdal og annað á Þingvöllum. Þegar ég var 18 ára var komið að því að fara til útlanda. Ég vann eitt sumar í Danmörku og var skiptinemi I Hollandi annað sumar. Mig langaði mikið í Menntaskólann við Hamra- hlíð en þar sem ég bjó I Árbæjarhverfi fékk ég ekki inngöngu og fór í Verslunarskólann sem þá var við Grundarstíg. Það var skemmtilegur tími þótt skól- inn væri svolítið gamaldags en ég var I síðasta bekknum sem lauk verslunarprófi í gamla skólan- um. Að því loknu vann ég í banka í hálft ár en fann að ég vildi frekar vera í skóla. Ég sótti enn um í MH en komst ekki inn og fór i Fjölbrautaskólann í Breiðholti en eftir hálft ár komst ég loks inn I MH og þá fyrst fannst mér gaman að vera I skóla. MH er frábær skóli, góðir kennarar og þar gat ég lært fög sem ég hafði áhuga á, eins og t.d. mannfræði og heimspeki." Að loknu stúdentsprófi 1988 tók við þriggja og hálfs árs útlandadvöl hjá Bjarneyju. Hún byrjaði á að fara til Austurríkis þar sem hún vann á skíða- svæði, á ítölskum veitingastað. Síðan fór hún á flakk, byrjaði á að fara með vinkonu sinni til Grikk- 39

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.