Vera - 01.04.2002, Page 41

Vera - 01.04.2002, Page 41
ih ur blöskraöi þetta svo rosalega og vildum leggja okkar af mörkum. Ég tók virkan þátt í bréfaskrift- um til stjórnvalda hinna ýmsu landa um að láta lausa fanga, sem er grundvöllur starfsins. Ég og vinur minn sáum svo um afmælishátíð íslands- deildarinnar 1994 og stóðum bæði fyrir kvik- myndahátíð og myndlistarsýningu af því tilefni." Kannski var það mannréttindaáhuginn sem rak Bjarneyju í mastersnám við Columbia háskóla í New York 1995 þar sem hún lærði alþjóðamál með aðaláherslu á mannréttindi. Hún var ánægð með skólann og fjölbreytileikann sem þar ríkti en 60% bekkjarfélaga hennar voru frá öðrum löndum en Bandaríkjunum. Það gerði um- fjöllunarefnin oft áhugaverðari að fram kornu ólík sjónarmið vegna mismunandi uppruna nem- enda. „Ég get nefnt sem dæmi að einu sinni var verið að fjalla um umdeilda virkjun á Indlandi og þá kom í Ijós að í nemendahópnum var indversk- ur lögfræðingur sem hafði unnið við það mál. Það kom oftar fyrir aö nemendur gátu bætt við kennsluefnið því þeir þekktu af eigin raun til at- burða sem verið var að fjalla um. Það sama gilti í þessum skóla og i Minneapolis að mikil krafa var gerð um þátttöku og frumkvæði en mér fannst kenningarnar reyndar oft svolítið íhaldsamar og bandarísk slagsíða í umfjöllun um alþjóöamál, þar sem gengið var út frá því sem vísu að Bandaríkin væru valdamesta ríki heimsins. Mér finnst Banda- ríkin merkilegt land en margt er veikt þar inn á við, t.d. mikil fátækt og stórir hópar sem fá mjög lélega menntun. Það eru svo margar þversagnir í þessu samfélagi. Það er t.d. talið aö 25% banda- rískra barna búa undir fátækramörkum en samt er þetta ríkasta land í heimi. Og svo er talað um Bandaríkin sem vöggu lýðræðisins þótt upphaf sögu þeirra byggist á nánast útrýmingu og síðan kúgun á frumbyggjum og þrælahaldi. Bandaríkin I eru svo sannarlega land for- réttindahópanna og það kemur líka fram í stjórnmálaþátttöku. Kosningaþátttakan er aðeins um 30% og það þarf gífurlegt fjármagn til að bjóða sig fram. Önnur þversögn er hvað þeir eyða gífurlegu fjármangi í vopn og hernað og þar virðist ekkert lát á." Á námsárunum í Columbia tók Bjarney þátt í sjálfboða- liðastörfum. Hún fór einu sinni í viku upp í Harlem og vann sem aðstoðarkennari i almenn- um skóla á 133. stræti. Börnin voru flest svört, á aldrinum 5-7 ára. í Columbia var mikil áhersla lögð á að tengja námið raun- veruleikanum og því lauk ekki með mastersritgerð heldur vinnu fyrir samtök sem tengdust náminu. Bjarney valdi alþjóðleg samtök um mannréttinda- menntun (The People's Deeade for Human Right Edueation) og UNIFEM, kvennasamtök Sameinuðu þjóðanna. „Starf mitt fyrir fyrrnefndu samtökin fólst í því að skipuleggja ráðstefnu á Costa Rica í samvinnu við þróunarsjóð Sameinuðu þjóðanna (UNDP). Það var mjög gaman og ég kynntist mörgu merkilegu fólki. Vinnan fyrir UNIFEM fóst í því að vera einn dag í viku á skrifstofu samtak- anna i New York í eitt sumar." Bjarney undirbýr matarkynningu á menningarkvöldi í Alþjóðahúsi. Þegar Bjarney kom heim 1997 hóf hún leit að vinnu við sitt hæfi. Hana langaði að vinna erlendis, t.d. við hjálparstörf og sótti m.a. um hjá Save the Children i Sviþjóð en fékk ekki. Hún skúraði sér til viðurværis og hélt áfram að búa til skartgripi sem hún seldi m.a. í Galleri List. Hún fór á sendifulltrúanámskeið hjá Rauöa krossinum og var byrjuð að læra arabísku sem hún hefur haldið áfram að gera í Námsflokkun- um, auk þess sem hún hefur nýlega bætt við sig spænskunámi. Árið 1998 var hún svo beðin að gerast framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu og var það næstu fjögur árin. Hún var ekki ókunnug starfi skrifstofunnar því hún hafði unn- ið verkefni fyrir hana eftir að hún lauk mann- fræðináminu. „Starfið á Mannréttindaskrifstofu var mjög lærdómsríkt. Ég var eini starfsmaðurinn og lærði margt á því að þurfa að sjá um allt sjálf og bera ábyrgð á starfseminni. Ég skrifaði þrjár skýrslur á timabilinu um stöðu mannréttinda á íslandi og þurfti að fara með eina þeirra fyrir nefnd Samein- uðu þjóðanna i Genf. Það var skýrsla um efna- hagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi á ís- landi og það var lærdómsrík reynsla aö sjá hvernig slíkar nefndir starfa. Starfið á Mannréttindaskrif- stofu var góð þjálfun í aga, vinnubrögðum og að vinna með fólki en skrifstofan er í eigu ellefu fé- lagasamtaka sem eiga fulltrúa í stjórn hennar en rekstrarféð kemur af fjárlögum." Það var svo 1. ágúst 2001 sem Bjarney hætti 41

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.