Vera - 01.04.2002, Page 49

Vera - 01.04.2002, Page 49
Fnp Eve Jihan Jeffers er 24 ára rappsöngkona frá Philadelphiu. Fluttist til L.A til að taka upp demo tape „Eve of Destruet- ion" undir handleiðslu Dr. Dre. Hún fór i áheyrnarpróf hjá nýskipaðri hljómsveit DMX, Ruff Ryders og stóðst það. Fyrsta plat- an þeirra Ryde or Die Vol.i kom út i apríl 1999 og náði fyrsta sæti á vinsældalista. í september 1999 gaf Eve svo út plötuna, Eve: Ruff Ryders' First Lady og aðra 2001 Scorpion með frægum tónlistar- mönnum á borð við DMX og Gwen Stefani. www.welcome.to/eves- world Salt'n Pepa Ein vinsælasta kven-popp-rapp-hljómsveit allra tíma. Gáfu út plöturnar Hot, Cool, and Vicious 1986 og A Salt With a Dead- ly Pepa 1988 sem færði þeim gullplötu, þökk sé laginu „Shake Your Thang." Þær byrjuðu að semja sína eigin tónlist og gáfu svo út plöt- una Blacks' Magic sem náði platínusölu. Árið 1993 gáfu þær út plöt- una Very Necessary sem náði þrefaldri platínusölu, þökk sé laginu „Whatta Man", sem þær sungu ásamt En Vogue og náði 3. sæti á vinsældalista. Síðan þá hafa þær gefið út plötuna Brand New (1997). Lauryn Hill Er alveg einstaklega aðlaðandi ung kona frá South Orange í NJ. Byrjaði aðeins 19 ára að aldri í hljómsvetinni Fugees sem gaf út plötunar Blunted on Realityárið 1994 og The Score 1996. Lauryn er talin ein aðalástæða þess að The Score var söluhæsta rappplata sem um getur og seldist i 17 milljónum eintaka. Þau fengu Grammy verðlaun fyrir bestu rappplötu ársins 1996 og besta R&B lagið „Kill- ing me softly." Talaö er um Lauryn Hill sem Bob Marley 21. aldarinn- ar en þegar hún var 23 ára sendi hún frá sér sína fyrstu sólóplötu The Miseducation of Lauryn Hill (1998) þar sem hún samdi, útsetti og stjórnaði upptökum á næst- um hverju einasta lagi. í febrúar 1999 var hún tilnefnd til ellefu Grammy verðlauna og gekk hún út með fimm þeirra, meðal annars fyrir bestu plötu ársins og besta nýja tónlistarmanninn. www.lauryn-hill.com fla Rrat Er frá Chieago og komst fyrst í sviðs- Ijósið 1992 þegar hún vann rapp- keppni í boði „Yo MTV raps." Hún kom inn i hip hop heiminn eins og stormsveipur árið 1994 með fyrstu plötu sinni Funkdafied sem fór beint í efsta sætið á vinsældalista og hélt því sæti i 11 vikur. í karla- heimi rappsins kom hún eins og sannur methafi og varð fyrst kvenkyns rappara til að selja meira en milljón ein- tök af fyrstu plötu sinni en strax fyrstu vikuna seldust yfir 62.000 eintök. Da Brat gaf síðan út aðra plötu 1997 Anuthatantrum en á meðan hún vann að plötunni lék hún í sinni fyrstu kvikmynd Full Court Press. Nýjasta platan hennar ber heitið Unrestricted og kom hún út árið 2000. o Lil 'Kim kallar sig Queen B (bitch) og vinnur þannig að því að gera orðið bitch (tík) merkingarlaust. Sarah Jones endurgerði lag þar sem hún talar um hip hop sem byltingu. Byltingu sem tekur ekki konur með, enda séu karlrembu at- hugasemdir í næstum því öðru hverju orði flestra rappara. í febrúar 1999 var Lauryn Hill tilnefnd til ellefu Grammy verðlauna og gekk hún út með fimm þeirra, meðal annars fyrir bestu plötu ársins og besta nýja tónlistarmanninn. Jf/f, & <//i d'/i(/ * /j/ 'U o u/ lJi ff/f/ > AI(ÁIÓ' iU'-Uul ci/'un c/u/fu í/i u Ji ISff/ff/My/f ■ *Sff/'/)/f/ffy/f/' Opið: 9 - 18, laugard. 10-14 Garðatorgi 3 • S: 565 6680

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.