Vera


Vera - 01.04.2002, Qupperneq 60

Vera - 01.04.2002, Qupperneq 60
tegund brjósta er leyfileg. En þótt gagnrýni á sílikonaðgerð- ir og þá samfélagsgerð sem hrekur konur undir hnífinn sé þörf, er mikilvægt að gera ekki lítið úr upplifun og reynslu þeirra kvenna sem kosið hafa að gangast undir slíkar að- gerðir. Sú lamandi vanmáttarkennd og örvænting sem get- ur fylgt brjóstaleysi eða litlum brjóstum í samfélagi „ofur" brjósta er bæði sönn og raunveruleg og hún getur yfirtekið alla tilveru þeirra stúlkna og kvenna sem svo er ástatt fyrir. Okkur sem horfum á úr fjaska, brynjuð samfélagslega viður- kenndum brjóstum (eða karllegum lim) hættir til að líta á slíka vanmáttarkennd sem hégóma eða bábilju og mýtan um „heimsku Ijóskuna" er skammt undan. En um leið erum við að þagga og hunsa mjög raunverulegar tilfinningar. Það að geta ekki horfst í augu við sína eigin spegilmynd, að bera sig sífellt saman við jafnöldrur sínar og kynsystur og kikna við hvern saman- burð, það að reyna stööugt að klæða af sér líkamann og láta sem minnst á sér bera þangað til brjóstaleysið tekur yfir og skapar allsherjar tilvistarleysi. Brjóstastækkun er í flestum tilfellum feimnismál, því þótt samfélagið vilji stór brjóst þá verða þau að vera ekta. Kona með sílikonbrjóst er samkvæmt ríkjandi orðræðu „feik", ó- ekta, ekki náttúruleg kona. Femínistar hampa öllum gerðum brjósta, lítil brjóst, stór brjóst, slitin brjóst, ung brjóst og gömul brjóst, margsogin og reynd brjóst. Öll brjóst eru jafn- gild, fegurðin liggur í fjölbreyttninni... svo lengi sem þau eru ekki sílikonfyllt. „Óekta brjóst" eru tákn um undirgefni við feðraveldið og kröfur ímyndaiðnaðarins. Því eru raddir kvenna sem farið hafa I sílikonaðgerðir þaggaðar. Við viljum helst ekki heyra sögur um brjóstastækkanir sem þrátt fyrir allt gengu vel og skiluðu konum nýrri og bættri sjálfsmynd. Konum sem myndu fara aftur I svona aðgerð vegna þess að hún þrátt fyrir allt breytti lífi þeirra. Konur og stúlkur veröa aö öölast fullt vald yfir eigin líkömum. Læra aö meta sjálfar sig sem manneskjur, þekkja og víöurkenna eigin styrk og trúa á sjálfar sig, þrátt fyriren ekki vegna útlitsins. Tíska dagsins í dag úreld á morgun Það að samfélagið „neyði" konur til að gangast undir sárs- aukafulla skurðaðgerð til þess aö öðlast sterkari sjálfsmynd og lifa „góðu" lífi er hinsvegar óásættanlegt menningar- ástand. Vandinn er sá að gallalaus líkami og útfyllt brjóst dagsins I dag geta verið tímaskekkja og ógn viö ríkjandi út- listskröfur morgundagsins. Tískan gengur I bylgjum, hátíska dagsins i dag verður úrelt og hallærisleg á morgun. Og blikur eru á lofti um að flatur barmur sé aftur að koma I tísku. Sjálfs- traust sem byggir fyrst og fremst á brjósta- stærð eða öðrum útlitseinkunnum stendur ekki á sterkum grunni og lítið þarf til að slik sjálfsmynd hrapi aftur á núllpunkt. Konur og stúlkur verða að öðlast fullt vald yfir eigin líkömum. Læra að meta sjálfar sig sem manneskjur, þekkja og viðurkenna eigin styrk og trúa á sjálfar sig, þrótt fyrir en ekki vegna útlitsins. Höldum því uppi róttækri samfélagsgagnrýni, segjum einsleitum kvení- myndum fegurðariðnaðarins stríð á hendur en þöggum ekki með „upplýstum fordómum"raddir þeirra kvenna sem treysta sér ekki til að há kvennabaráttuna á sínum eigin lík- ama. I p— lA/ýr ocf nota J * . ^ team v eitinaostac hix i É> kjaria. ssbœjar é Einn ódýrasti VÍNSEÐILL á Sudurlandi aimas Tryggvagötu 8a • 800 Selfoss • S: 482-3435 Fjölbreyttur matseðill Forréttir Salöt Súpur Pasta Smáréttir Fiskur Kjöt Barnaseðill w
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.