Vera


Vera - 01.04.2002, Qupperneq 64

Vera - 01.04.2002, Qupperneq 64
Mest pirrandi við pólitíkina í dag? Rannveig er alveg með þetta á hreinu: „Ég er mjög ósátt við hvaö Alþingi virðist veikt gagnvart framkvæmda- valdinu. Valdið í pólitíkinni hefur aldrei verið sýnilegra. Það er staðreynd að ef einhver gagnrýnir forsætisráðherra þá fær sá hinn sami að finna fyrir því. For- sætisráðherra hefur veist að grunn- stofnunum samfélagsins með hætti sem ekki hefur áður heyrst. Minna má á viðbrögð gagnvart Biskupsstofu, Hæstarétti, Þjóðhagsstofnun og hon- um finnst held ég að hann hafi vald yfir sjálfu Alþingi. Þetta nýja ástand virkar afar ólýðræðislegt. í svona valdastöðu veikist rödd stjórnarand- stöðunnar". Má bjóða þér ráðherraembætti? „Já, takk," segir Rannveig, „mín hjart- ans mál eru ennþá félagsmálin. Þar byrjaði ég í pólitík í Kópavoginum, og í félagsmálaráðuneytinu spreytti ég mig sem ráðherra um stund. Þar er hægt að móta umhverfi fjölskyldunnar á þann veg sem Samfylkingin boðar. Hinsveg- ar hef ég starfað í mörgum nefndum Þingkonan að þessu sinni er Rannveig Guömundsdóttir samfylkingar- kona og fyrrverandi félagsmálaróöherra. Rannveig hefur víötæka reynslu af pólitíkinni. Hún hefur veriö þingflokksformaöur í þremur stjórnmálahreyfingum og átt sæti í fjölda þingnefnda á ferli sínum á Alþingi. Áöur en Rannveig tók sæti á Alþingi lét hún sveitarstjórnarmál til sín taka í heimabæ sínum Kópavogi. Þar átti hún sæti í bæjarstjórn í samfellt 10 ár og gegndi bæöi embætti forseta bæjarstjórnar og for- manns bæjarráös. þingsins og tekist á við ólík verkefni. Ég slægi nú ekki hendi á móti stóli fjár- málaráðherra sem hefur einna mest völd í ríkisstjórn. Svo gæti ég vel hugs- aö mér að vera iðnaðar- og viðskipta- ráðherra. Nefndin mín núna er utan- ríkismálanefnd og þar er alþjóðapóli- tíkin. Verst að maður þarf líklega að vera flokksformaður til að eiga þann möguleika." Einlægni, skilningur og húmor í bíó „Síðasta myndin sem ég sá í bíó var norsk mynd sem heitir Elling. Hún var alveg frábær. Fjallar um tvo náunga sem útskrifast af geðsjúkrahúsi. Lýsir leið þeirra út í lífið og þeim nýja veru- leika sem þeir þurfa að takast á við. Myndin geislar af einlægni, skilningi og húmor. í lokin var manni farið að þykja vænt um þessa stráka," sagði Rannveig. Bækurnar á náttboröinu „Ég er að lesa Barn náttúrunnar og fyllist undrun á hverri síðu yfir að Lax- nes skuli hafa skrifað hana 16 ára gamall. Á náttborðinu er einnig bók sem fékk síðustu bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og heitir Opdageren eftir Jan Kjærstad, norskan höfund sem hlotiö hefur athygli. Það tnerki- lega við þetta verðlaunaritverk er að á undan komu bækurnar Forföreren og Erobreren og allar þrjár bækurnar eru sama sagan sögð á nýjan hátt frá öðr- um vinkli en sú á undan. Margar spurningar vakna við lestur tveggja fyrstu bókanna og þeim er ekki endan- lega svarað fyrr en í þeirri síðustu," sagði Rannveig. Stjórnmál og stefnur í framtíðinni Um framtíðina sagði Rannveig: „Ég er sannfærð um að viö í Samfylkingunni eigum eftir að fá hljómgrunn hjá fólki með okkar pólitík. Hana má draga saman í orðunum „Jöfn tækifæri, kröftug menntastefna, framsýni í efnahagsmálum og góð velferðarþjón- usta". En þaö er sveitarstjórnarpólitíkin sem skiptir mestu máli núna. Um allt land fer fólk okkar fram með festu og heiðarleika, víðsýni og umburðarlyndi, félagsleg viðhorf og jafnrétti að leiðar- Ijósi. Öllu þessu góða fólki sendi ég baráttukveöjur og óska þeim velfarn- aðar og velgengni í sókninni framundan". Jóhanna - hvöss og beinskeytt Eins og flestum er kunnugt er Jóhanna Sig- urðardóttir samfylkingarþingkona vinnu- þjarkur, og kemur þaö berlega í Ijós þegar komið er inn á vefsíðuna hennar. Þar ritar Jóhanna pistla um málefni líðandi stundar. Og - ekki er að spyrja að kraftinum og at- orkunni sem m.a. birtist í fyrirsögnum pistl- anna. Lítum á nokkur dæmi. 9. apríl skrifar Jóhanna: Dýr reiöiköst, á þar við ákvörðun rikisstjórnarinnar um að leggja niður Þjóðhagstofnun. 7. april skrifar Jóhanna: Samkeppnis- stofnun hunsuö. Þar gagnrýnir hún við- skiptaráðherra fyrir seinagang i aö fram- fylgja úrskuröi Samkeppnisstofnunar um að koma á löggjöf um innheimtuaðgerðir. 2. apríl er fyrirsögnin: Brást embættis- skyldu. Þar gagnrýnir Jóhanna enn við- skiptaráðherrra og að þessu sinni fyrir framgöngu hennar í málefnum Reyöaráls. Jóhanna segir viðskiptaráðherra hafa brugðist Alþingi meö því að halda leyndum upplýsingum um frestun framkvæmda við álver á Reyðarfirði og þar af leiðandi hafi hún ekki getað beitt sér í málefnum stjórn- arformanns Reyöaráls þegar hann varð uppvís að óheilindum í samskiptum fyrir- tækisins við opinbera aöila. Þaö er meö vefinn hennar Jóhönnu eins og flestra þingkvenna, að tengingar á aöra vefi eru frekar óspennandi. Jóhanna tengir inn á vefi stjórnmálaflokkanna og örfáar pólitískar vefsíöur. Ég leyfi mér aö kalla eftir frumlegri tengingum með skírskotun til ferskleika og skapandi hug- mynda í pólitíkinni. En - vefurinn hennar Jóhönnu er stílhreinn og „einfaldur", kannski of einfaldur, aðalliturinn er fjólu- blár í mismunandi tónum, uppiýsingarnar á vefnum eru aðgengilegar og auðvelt að rata um hann. Slóðin er www.althingi.is/johanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.