Vera - 01.04.2002, Page 65

Vera - 01.04.2002, Page 65
Þingmálin Varúö - brennivín getur verið hættulegt! Rannveig Guömundsdóttir (Sf) er fyrsti flutningsmaður frumvarps til breytinga á áfengislögum með tilliti til skaðsemi áfengis. Frumvarpið gerir ráð fyrir að allar áfengisumbúðir verði merktar á áberandi stað og á merkingunni séu varnaðarorð um skaðsemi áfengis. Lögð er áhersla á tvenns konar skaða sem neysla áfengis getur valdið. Er það fósturskaði annars vegar og akstur undir áhrif- um áfengis hins vegar. Tekið er fram að texinn skuli vera á íslensku og vel læsilegur. Athugasemd frá vaktkonu Þaö er ekki laust viö að manni finnist eilítið undarlegt að aðeins tveir áhættuþættir skuli tíundaðir, þ.e. fósturskaði og akstur undir áhrifum áfengis, þegar rita á varnaðarorð á áfengisumbúðir. Af hverju ekki að hafa listann lengri og nefna að áfengisneysla ýti undir: Glæpi, geðveiki, sjálfsvíg, slys, heimilisofbeldi, átök, vanrækslu, mistök og dauða und- ir ýmsum kringumstæðum? Og - ég tala nú ekki um að geta þess að áfengisneysla getur valdið eða ýtt undir sjúkdóm sem nefnist alkóhólismi. Þegar þangað er komið hafa varn- aðarorð á flösku ekki mikið að segja - en e.t.v. er það annað mál. Við spurðum Rannveigu samt. Varnarlaus í móðurkviði Rannveig sagði ástæðuna fyrir tillögunni vera fósturskaðann og þá staðreynd að ófædda barnið er fullkomlega varnar- laust í móðurkviði. „Það er trú okkar flutningsmanna að þegar áminningin er til staðar og kona rekst á hana í hvert skipti sem hún handfjatlar áfengisumbúðir þá sitji hún í konu sem ber barn undir belti og hefði e.t.v. ekki hugsað út í að smálögg getur skaðað barnið. Við veljum líka að hafa viðvörun um að áfengi og akstur fari ekki saman og notum þannig fyrirmynd að merkingum frá Bandaríkjunum." r Málefni útlendinga og nýrra Islendinga Útlendingar læri að tala íslensku Islenskukunnátta útlendinga hefur verið til umræðu upp á síðkastið í tengslum við veitingu dvalarleyfis og ríkisborg- araréttar og þá sérstaklega vegna lagafrumvarps dómsmála- ráðherra, Sólveigar Pétursdóttur (S), um útlendinga. Þar er lagt til að veita megi út- lendingi búsetuleyfi ef hann hefur m.a. sótt námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Alls- herjarnefnd hefur haft frumvarpið til um- fjöllunar og ályktað að slík kunnátta hljóti að vera forsenda þess að útlendingar geti tekið virkan þátt i íslensku samfélagi. Nefndin, með Þorgerði K. Gunnarsdóttur (S) í forsvari, tel- ur eðlilegt og ekki síður mikilvægt að þeir sem veittur er ís- lenskur ríkisborgararéttur, geti sýnt fram á kunnáttu i ís- lensku máli og leggur því til breytingu þess efnis á lögum um íslenskan ríkisborgararétt. Útlendingar mega líka tala útlensku Alla vega ein þingkona, Guðrún Ögmundsdóttir (Sf), hefur lagst gegn kröfunni um íslenskukunnáttu útlendinga sem hyggjast setjast aö hér á landi. Guðrún var gestur þeirra Jó- hönnu og Þórhalls í Island i bitið og þar lýsti hún andstöðu sinni við ákvæðið og taldi það í raun hinn mesta dónaskap. Og vitnaði til þess að íslendingar hefðu búið erlendis um langt skeið án þess að vera neyddir til að læra erlent tungu- mál. Vestfirðir til fyrirmyndar Arnbjörg Sveinsdóttir (S) hefur orðið og lýsir heimsókn tveggja þingnefnda til Vest- fjarða: „Þetta var mjög góð og upplýsandi ferð. Við hittum þar mjög marga sem koma að málefnum útlendinga á Vestfjörðum. Ég held að það hafi verið mál allra sem i þess- ari ferð voru að mikill sómi væri að því hvernig staðið er að málefnum útlendinga á Vestfjörðum. Að þessu koma margir og leggjast á eitt um að það fólk af erlendum uppruna sem kemur til starfa á Vestfjörðum og býr á Vestfjörðum eigi sem besta veru þar. Þetta á við um sveitarfélögin og ég vil nefna skólakerfið einnig og stéttarfélögin. Ég held að önnur landsvæði, önnur sveitarfélög og þeir sem koma aö málefnum útlendinga mættu margt af Vestfirðingum læra í þessu efni." 65

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.