Vera


Vera - 01.04.2002, Qupperneq 66

Vera - 01.04.2002, Qupperneq 66
Ung, einhleyp og barnlaus 3 (Staðsetning: bíll á leiðinni niður Í2 Miklubrautina, einhvern tímann í apríl ■§ 2001) <S) £5 Pabbi: Jæja, flytja aö heiman segiröu, E jæja nú... ® Stúlka: Já, pabbi, ég er nú orðin 22 ára. 3 Kominn tími til, þú veist. -o Pabbi: Já, þaö var nú þá. Já, já... (rœskir ^ sig) Kannski fæ ég þá einhvern tímann 2 að hitta kærasta... (hik) eða kærustu... X (rœskir sig) ~ Stúlka: (skyndilegt hóstakast) c >- QQ <U Brídget eyðir báðum bókunum sínum og einu myndinni sinni í aö kvarta yfir því að hún eigi ekki kall. Ég ólst upp í fjölskyldu sem er oft á tiðum alveg óþolandi frjálslynd. Allir ættingjarnir kjósa Samfylkinguna eða Vinstri græna og halda uppi fátækum börnum í SOS barnaþorpum á Indlandi og í Kólumbíu. Og það ekkert grín að alast upp í líbó fjölskyldu. Fjölskyldan hefur nefnilega ekki al- veg skilið af hverju ég hef ekki enn komið með svo sem einn ungan mann í eftirdragi í einhverja af ættarsam- komunum til aö borða brauðtertur, drekka kaffi og ræða stjórnmál og sjúkdóma. Fyrstu athuga- semdirnar um karlmanns- leysi mitt fékk ég átján ára og þær komu með reglulega millibili þar til skyndilegu árið 2000 þegar þær fengu skjótan endi. Árið 2000 var sem sagt árið sem ég gekk I Bríeti, fé- lag ungra feminista. Þá varpaði fjölskyldan öndinni Loksins, loksins gátu þau skil- mig. Ung, einhleyp, barnlaus, gengur í klossum, aldrei verið við karl- mann kennd og ... feministi? - aha! Skömmu siðar, í einu góðu fjölskyldu- boði sem haldið var heima hjá mér, kom vinkona mín þegar liðið var á boðið. Hafði ég pantað hana í tiltektir fyrir veisluna sama kvöld. Allar sem ein stukku gömlu frænkurnar mínar á vin- konu mína og spurðu hana spurning- anna sem þær höfðu beðið með í fjög- ur ár. „Já já elskan... Og af hvaða ætt- um ert þú..? Og þú ert í skóla..? Nú nú." léttar. greint Það eru jú ekki til einhleypar og barnlausar og gagnkyn- hneigðar konur í nútíma samfélagi. Að minnsta kosti segir sjónvarpið mér það. Hver einasta kvenpersóna sem við fáum að kynnast í sjónvarpinu er hamingjusamlega gift, óham- ingjusamlega gift en með hinn eina sanna í takinu, skilin í leit að nýjum draumaprinsi eða ung, ógift og örvæntingar- full. Reyndar má stundum sjá bregða fyrir hamingjusamlega einhleypum konum á framabraut I Hollywood, en þá eru þær allar geðsjúk morðkvendi sem drepa karlmenn. Konur í bíómyndum eru ekki hamingjusamar þegar þær eru einhleypar. Bridget Jones, sem nýlega hefur veriö haldið uppi sem nýrri feminískri fyrirmynd, er eitt glimrandi dæmi um þessa meinloku draumabransans. Grey Bridget, sem er spikfeit þar sem hún er sextíu og hálft kíló, eyðir báðum bókunum sínum og einu myndinni sinni í að kvarta yfir því að hún eigi ekki kall. (Myndavélin beinist að skýringarmynd af mannslíkaman- um. Djúp og róleg rödd þularins hefur lestur) Þetta er hinn viti borni maður, af ættkvíslinni sapiens, í fjöl- skyldunni Homo sapiens. Maðurinn er fjölskyldudýr. (Myndavélin sýnir mynd af gulu tvibýlishúsi í Grafarvogi) Eðlilegt ástand mannsins er að búa í fjölskyldu með mömmu og pabba og 2.1 barni og húsi og bíl og sjónvarpi og ketti/- hundi/páfagauk/hamstri. Ef einstaklingur er rifinn út úr þessu eðlislæga umhverfi sínu reynir hann til hins ítrasta að komast þangað aftur. (Myndavélin snýst 180 gráður og sýnir yfirlitsmynd af Gufuneskirkjugarði) Ef það tekst ekki, veslast hann upp og deyr. Að festa ráð sitt: Þetta hlýtur að vera eitt skuggalegasta hugtak í íslenskri málsögu. „Að festa ráð" sitt gefur einhvern veginn í skyn að hlekkja sig við einhvern einn stað og kom- ast þaðan aldrei aftur. Ég er ung og einhleyp og hef ekki minnsta áhuga á að festa mig við neitt, hvort sem þaö er við stað eða einstakling. Mig langar hvorki í kall né barn. Ég er viðundur. Ég er skrýtna frænkan í fjölskyldunni. Oft á tíðum hef ég þurft að afsaka mig fyrir það að vera einhleyp og barnlaus. Algengum viðbrögðum fólks þegar ég segist ekki vilja eignast fjölskyldu er hægt að skipta í nokkra flokka. Sjálfselskuviðbrögðin: „Ég þekki fjórar konur sem eru bún- ar að reyna að eignast börn í fimmtán ár. Þú getur ekki leyft þér þetta! Og þú verður að flýta þér, þú ert að fara af barn- eignaaldri" (21 árs). Yfirlætisviðbrögðin: „Þú skilur þetta seinna." (yfirleitt fylg- ir með yfirlætislegt bros og blikk til hins fullorðna fólksins sem er á staðnum). Vanalegast fylgir með einhver athuga- semd um móðureðlið og hvernig ég muni aö lokum ekki 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.