Vera - 01.04.2002, Síða 71

Vera - 01.04.2002, Síða 71
Leitin að hamingjunni Hamingja. Eitt af þessum oröum sem viö þekkjum svo vel en eigum svo erfitt meö að skilgreina. Við vitum að hún er eftirsóknarverð, góð og falleg, en erum sjaldan eða aldrei viss um að hafa öölast hana að fullu. Skoðanir eru einnig skiptar um það í hverju hún felist, hvort hún tengist peningum, vin- áttu, völdum, gáfum, fegurð, heilsu eða ást (annað svona orð), eða jafnvel einhverju allt öðru. Eg veit ekki til þess aö nokkur einasta manneskja á jöröu niðri sé fullkomlega sátt og ánægð meö öll ofantalin atriði i lifi sínu og þar af leiðandi segir mér svo hugur að við gætum hreinlega öll sannfærst um að eitthvað skorti og að betrumbæta þurfi vissa þætti í tilveru okkar i þeim tilgangi að verða „ham- ingjusöm". í vestrænu nútímaþjóðfé- lagi er einstaklega auðvelt að komast að þeirri niðurstööu að „eitthvaö vanti". Daglega erum við bombard- eruð með skilaboðum og auglýsingum um allt það sem aðrir eiga, eru, vita og geta og þó svo ég þori, geti og vilji, virðist það bara aldrei vera nóg. Hamingjuuppskrift gúrúsins A þessum síðustu og verstu tímum fjarlægist hamingjutakmarkið óðfluga með auknum kröfum sem einstakling- arnir gera til sín sjálfir, en á sama tíma erum viö tilbúin til að ganga æ lengra í þeim tilgangi að nálgast hamingjuna. Sprottið hafa upp út um allan heim einstaklingar og hópar sem telja sig hafa fram að færa hina „réttu" upp- skrift að hamingjunni og fólk hópast að reiðubúið til að gera næstum hvað sem er (jafnvel koma nakið fram) í skiptum fyrir sopa af töfraseyðinu sem lætur það lifa hamingjusamt til ævi- loka. Fyrir stuttu síðan varð ég vitni að hamingjunámskeiði. Reyndar var það í plati þar sem ég var stödd á æfingu i Borgarleikhúsinu á leikriti eftir Þor- vald Þorsteinsson sem heitir And Björk of course og fjallar á grimm - kaldhæðnis - kómískan hátt um eitt slíkt námskeið. Þar eru samankomnar sex manneskjur auk leiðbeinanda sem eiga það sameiginlegt að vanta eitt- hvað, vilja eitthvað og vænta einhvers meira í lífinu. Lausnirnar hyggjast þau finna i gegnum þetta námskeið sem leiðbeinandinn hefur hannað eftir hamingjuuppskrift gúrúsins Will. Hvort einstök uppskrift virki svo til aö losna viö jafn ólíka djöfla og þau hafa að draga hvert um sig er aftur önnur Ella. Samkvæmt töfraformúlu herra Will er nauðsynlegt að opna sig, losa um skítinn og hleypa hreinlega öllu því sem angrar okkur út. Fólk þarf að tjá sig og hreinsa þannig sjálft sig að innan. Hreinsunin mun að lokum færa hvern og einn nær einhverju óræðu takmarki sem á að gera tilveruna betri. í tilraun sinni til að kaupa betra líf lætur fólkið hafa sig útí allskyns æf- ingar og uppákomur undir handleiðslu ó-fagmannlegrar manneskju sem hef- ur það eitt á bak við sig að hafa „frels- ast" inn í fræði áðurnefnds Will frá Ameríku. Þau losa um stíflurnar, tjá sig og hreinsa skítinn og i sannfæringu sinni um þann fábæra árangur sem þau eiga að vera að upplifa gleymist kannski að fylgjast með því hvert allur skíturinn fer. Eða fer hann kannski ekki neitt? Hlaupin á eftir regnboganum Það er auðvelt að telja okkur trú um að lausnina og leiðina að hamingjunni sé að finna í ýmiskonar skyndilausn- um. Ég gæti svosem gengið um með töfrasteina í vasanum, lesið óteljandi sjálfshjáIparbækur og öskrað og dans- að á námskeiði. Spurningin er þó hversu langt það næði mér. Ef raun- veruleg vandamál eru til staðar er þörf á fagmannlegu mati, langtíma með- ferðum og raunverulegri úrvinnslu þess sem veldur einstaklingunum erf- iðleikum. Ef óhamingjan felst hinsvegar í því að kunna ekki að skilgreina hamingj- una og vissu fólks um að „hinir" hljóti að vera hamingjusamari en það sjálft vegna þess aö það stenst ekki saman- burð við hinar fullkomnu imyndir sem finna má allstaðar og alltaf, er lausnin önnur. í slíkum tilvikum (sem eru lang- flest) myndi ég halda að mesta hjálpin fælist i því að gera sér grein fyrir því að það fólk sem segist aldrei hafa vilj- að breyta einhverju við sjálft sig til þess að vera ánægöara og þar af leið- andi hamingjusamara, eru mjög lík- lega lygarar. Og eins og áður sagði má líkja hamingjunni við endann á regn- boganum. Því lengur sem við hlaupum á eftir honum, þvi lengra virðist hann færa sig. Efasemdin um það hvort við höfum höndlað hamingjuna er besta leiðin til að tapa henni. Eða er ég kannski of djúp....? 71

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.