Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 8

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 8
Myndir: Laura skyndimynd Jane með mynd af fjölskyldunni áður en maður hennar lést. Sannleikur, samkennd og um- burðarlyndi. Þessi einkunnarorð Falun Gong iðkenda geta ekki boðað neitt annað en frið, samt hefur fjöldi Kínverja þurft að láta lífið, sitja í fangelsum og þrælabúðum eða þola ofsóknir, pyntingar og nauðganir fyrir að leggja stund á þessa mannrækt. Talið er að iðkendur Falun Gong í Kína séu 70 til 100 milljónir og það er stundað í 50 þjóðlöndum. Verð að segja Kína í júlí var kínverska konan Jane Zhizhen Dai hér á ferð ásamt dóttur sinni og vinkonu sinni, Lei Wang - Dragin, sem býr í Svíþjóð. Þær höfðu ferð- ast um Norðurlönd til að vekja athygli á ofsóknum kínverskra stjórnvalda gegn iðkendum Falun Gong og luku ferðinni hér á landi. Jane þekkir ofsóknirnar af eigin raun því ári áður, í júlí 2001, fannst eiginmaður hennar látinn og ljóst var að hann hafði þurft að þola pyntingar áður en hann lést. „Eg verð að segja frá því sem er að gerast í Kína. Eg get ekki látið eiginmann minn deyja til einskis. Heimurinn verður að fá að vita hvað er að gerast,“ segir Jane sem flúði til Ástralíu eftir lát mannsins síns og þær mæðgur hafa öðlast ástralskan ríkisborg- ararétt. Jane segist lengi hafa leitað að tilgangi lífsins. Árið 1987 flutti hún til Ástralíu til að kanna hvort vestræn menning hefði svör við spurningum hennar. Hún vann fyrir sér svo hún gæti ferðast og um tíma bjó hún í Kanada. „Ég kynntist kristinni trú og fór m.a. í pílagrímsferð á slóðir Jesú Krists. Ég skoðaði listasöfn og kynnti mér menningu Evrópuþjóða. Dvöl mín utan Kína stóð í sex ár en skömmu eftir að ég kom heim rakst ég á bók um Falun Gong. Ég las hana upp til agna á þremur dögum og fann þar svör við öllum spurningum mínum um tilgang lífsins." Eftir að Jane fór að iðka Falun Gong kynntist hún manni sínum, Chengyong Chen, og þau eignuðust dótturina Fadu Chen í apríl árið 2000. Eftir að of- sóknir gegn Falun Gong iðkendum hófust árið 1999 var Chengyong handtekinn og settur í fangelsi lrvað eftir annað. Vegna þess að hann tók þátt í friðsamleg- um mótmælum Falun Gong iðkenda í Peking var hann rekinn úr vinnu í heimabæ sínum Guangzhou og í nóvember árið 2000 sá hann ekki annað fært en að flýja heimili sitt. Jane sá hann síðast í janúar 2001. „Ég varð að vera heima hjá barninu okkar,“ segir hún með sársauka í röddinni. „Fæðing hennar var mér mikils virði. Nú helga ég líf mitt uppeldi hennar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.