Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 15
fást upplýsingar um það sem kallast mark-
aðslaun og fólk getur haft til viðmiðunar
þegar það semur um laun. Launakönnunin
sýnir að um 95% félagsmanna VR eru með
laun sem eru langt yfir umsömdum töxtum.
Meðallaunin eru um helmingi hærri en taxt-
arnir segja til um, eða um 200.000 krónur á
rnánuði í heildarlaun. Það er helst unga fólk-
ið og eldri konur sem fá greitt samkvæmt töxtunum.
Taxtarnir eru víða á útleið hér á landi, nema hjá
hinu opinbera þar sem er um einn samningsaðila að
ræða. I VR eru um 20.000 félagsmenn sem vinna á
um 2000 vinnustöðum. Við erum því með það sem
kallast dreifstýrt launakerfi, hvort sem okkur líkar
það betur eða verr, en oft er sagt að konur komi verr
út úr slíku kerfi en karlar. Til að vinna bug á þeim
vanda ákváðum við að takast á við vandamálið og óg
tel að okkur hafi tekist það nokkuð vel. Við gefum
sem só út upplýsingar um markaðslaun og hvetjum
konur sórstaklega til að standa fastar á sínu. Launa-
könnunin og könnunin Fyrirtæki ársins, þar sem
starfsfólk gefur vinnustað sínum einkunn, gera það
að verkum að fólk getur komið til viðtalsins meira á
jafnréttisgrundvelli. Það hefur í höndunum plögg
sem unnin eru eftir viðurkenndum aðferðum og með
því verður atvinnurekandinn frekar í þeirri stöðu að
þurfa að skýra út af hverju ekki er hægt að gera eins
vel í hans fyrirtæki og gert er hjá öðrurn."
Enn 24% launamunur kynja
Þrátt fýrir alla þessa viðleitni mælist launamunur á
milli kynja í launakönnun VR enn 24%. Hvernig
skýrir Gunnar Páll það?
„Sá munur hefur reyndar lækkað úr 28% á sl. sjö
árum svo við þokumst í rótta átt. Skýringin er líklega
sú að enn bera konur meiri ábyrgð á barnauppeldi og
heimili og vinna því minni yfirvinnu en karlar. Yfir-
vinnan skýrir hluta af þessum launamun því ef hún
er undanskilin er launamunur á milli kynja 16%.
Yfirvinnan skýrir líka þennan 16% mun að hluta því
þau sem geta unnið yfirvinnu geta betur markaðssett
sig gagnvart kauphækkunum og stöðuhækkunum
innan fyrirtækisins. Fleiri karlar í yfirmannsstöðum
er líka hluti af skýringunni."
VR hefur sett sér jáfnréttisstefnu, bæði fyrir félag-
ið og skrifstofuna, og henni er m.a. framfylgt með því
að fjalla alltaf um jafnróttismál í VR blaðinu. í nám-
skeiðahaldi félagsins hefur einnig verið lögð áhersla
á námskeið fyrir konur jrar sem þær eru hvattar til
dáða. Má þar nefna námskeiðin Tjáning og tækifæri
og Konur til forystu sem hafa verið mjög vel sótt.
Konur hafa líka verið í meirihluta á námskeiðum þar
sem kennt er hvernig eigi að semja um markaðslaun
og jreim gefin góð ráð um það hvernig þær eigi að
verðleggja störf sín en oft eru þau minna metin en
störf karla, eins og kunnugt er. Um 1000 manns sóttu
slík námskeið í fyrra og þar voru konur í meirihluta,
eins og almennt á námskeiðum félagsins."
Það þarf mikið til að breyta gildum
í samfélaginu og þá er mikilvægt að
nýsköpun sé í gangi til þess að um-
ræðan festist ekki í klisjum.
Jafnréttisvísitala
Þegar Gunnar Páll er spurður um mótun sína sem
jafnróttissinna segir hann að það hafi líklega bara
gerst með hans kynslóð en hann er fæddur 1961.
Umræðan um stöðu kvenna á áttunda og níunda ára-
tugnum hafi ekki farið framhjá neinum og haft áhrif
á stráka jafnt sem stelpur. Allar manneskjur áttu að
hafa jöfn tækifæri.
„Þegar óg var í MH máttum við ekki skrifa ritgerð
án jjess að láta þess getið hvernig staða kynjanna
væri í því efni sem við vorum að fjalla um. Kennar-
arnir voru mjög meðvitaðir og fengu okkur til að
hugsa um þessi mál. Þegar ég byrjaði í Háskólanum
hafði konum líka fjölgað mjög þar, voru orðnar um
50% nema í viðskiptafræðinni og farnar að vilja
hasla sór völl í viðskipta- og atvinnulífinu, eins og
hafði verið að gerast annars staðar í þjóðfélaginu. Við
strákarnir sáum auðvitað að þær stóðu okkur alveg
jafnfætis í náminu, voru reyndar oft miklu klárari en
við á bókina. Við lærðum líka að fyrir þeim voru
jafnréttismál dauðans alvara, það þýddi ekkert að
gantast með þau mál. Ég kem líka frá stóru heimili,
kannski hafði það einhver áhrif, en óg held bara að
jjetta hafi verið normið og ég hafi mótast af því.“
Að lokum er Gunnar Páll spurður urn starfið í
Jafnréttisráði þar sem fjórir karlmenn eiga nú sæti,
fleiri en nokkru sinni fyrr.
„Það sem háir helst starfi Jafnréttisráðs er að því
fylgja litlir fjármunir svo það liefur ekki getað gert
marga sýnilega hluti. Ráðið á að vera stjórnvöldum
til ráðgjafar og hefur lagt áherslu á þátttöku í rann-
sóknum og áróðri og að benda á það sem vel er gert
öðrum til eftirbreytni. Við höfum einnig rætt um að
hér verði búin til jafnréttisvísitala, eins og gert er t.d.
í Noregi. Inni í henni yrðu tölur eins og tekjur, sem
fengnar yrðu úr skattframtölum, tölur unr þátttöku
kynjanna í stjórnmálum o.fl.
Það þarf mikið til að breyta gildum í samfélaginu
og þá er mikilvægt að nýsköpun sé í gangi til þess að
umræðan festist ekki í klisjum. Þegar við horfum á
sýnilega hluti eins og launatölur finnst okkur við
þokast áfram en svo getur verið að við séum að fara
til baka í öðrurn þáttum sem snerta samskipti kynj-
anna. Þar finnst mér hafa verið að þróast hefðbund-
in karlrembusjónarmið t.d. gagnvart nektardansstöð-
um og í viðliorfi ungs fólks til kynlífs. Jafnréttisráð
gæti vissulega lagt sitt af mörkum til að sporna gegn
slíkum sjónarmiðum. Við þurfum að lialda áfram að
berjast í þessum málurn og velta við steinum til þess
að ná jafnrétti á sem flestum sviðum."
15