Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 62
stjórnunarstörf í álverinu þar sem þau þarfnast alls
ekki karla. En það þarf að koma frá þeim sjálfum og
þær þurfa að þora að sækja um. Ég vil alls ekki sjá
að konurnar séu bara í eldhúsinu heldur fá konur
eins og Rannveigu Rist inn í þetta
fO
i-
Ol
>
62
Ólína: Konur rífa ekki upp fjölskylduna fyrir eitt-
hvað sem þeim líkar svo kannski ekki. Ég er til dæm-
is í háskólanámi núna en hefði aldrei farið í það ef
það hefði ekki boðist á Akureyri.
Stebba: Núna er hægt að taka rekstrarfræði, hjúkrun-
arfræði, kennara- og leikskólakennarafræði í fjar-
námi og það munar mjög miklu fyrir konur hér. Þeg-
ar fólk rífur sig upp þá er velferð barnanna oft meira
á ábyrgð konunnar. Maðurinn er oftast í vinnu og
konan í því að koma börnunum í öruggt umhverfi.
Fjarnám er frábær kostur fyrir konur sem ekki hafa
fengið tækifæri til náms, og stendur upp úr því sem
er að gerast fyrir konur á landsbyggðinni. Þetta á líka
við um konur sem eru komnar úr námi og vilja bæta
við sig.
Hrönn: Ég er sannfærð um að fólk fer að sækja meira
út á land núna. Þetta er þekkt þróun erlendis og ger-
ist þegar fólk vill losna við streitu og komast í ná-
lægð við náttúruna. Þessir kostir eru svo stórir og þó
að hér sé bara eitt kaffihús þá fer fólk bara frekar og
heimsækir vini sína. Hérna koma allir manni við,
muna eftir manni og hafa áhuga á því sem maður er
að gera.
Hvernig sjáið þið stöðu konunnar fyrir ykkur í
tengslum við áformaða stóriðju hér Eystra?
Stebba: Ég hef áhyggjur af að fleiri karlastörf skapist
en kvennastörf en við þurfum á þessari jnnspýtingu
í atvinnulífið að halda. Ég vona og trúi að konur
muni sækja um stjórnunarstörf þarna þar sem þau
þarfnast alls ekki karla. En það þarf að koma frá þeim
sjálfum og þær þurfa að þora að sækja um. Ég vil alls
ekki sjá að konurnar séu bara í eldhúsinu heldur fá
konur eins og Rannveigu Rist inn í þetta.
Hrönn: Konur eru bara lakari en menn þegar kemur
að líkamlegum styrk og störfin í álveri eru ekki endi-
lega mjög líkamleg. En hvort konur vilja vinna í ál-
bræðslu veit ég ekki. Ég var sjálf á sjó og veit að það
er hægt að komast langt á þrjóskunni. Ég var fyrst
kokkur 19 ára svo háseti. Þegar ég kom heim eftir árs-
dvöl í Mexíkó var ég svo vinnslustjóri á frystitogara
en ég hætti vegna þess að ég er ekki tilbúin að fórna
skrokknum á mér. Ég sagði þegar ég hætti að óg væri
að hætta vegna þess óg væri kona, ég gat ekki meira
og vildi líka fara að mennta mig. Samt langar mig
alltaf aftur út á sjó. Mér finnst svo gaman í veltingi
og þegar ég sé í fréttum að verið er að taka stór höl og