Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 52

Vera - 01.08.2002, Blaðsíða 52
vera l\IO LOGO Hulda Gestsdóttir skrifar um metsölubók Naomi Klein r „Er ég menningarlega siðlaus?" Þessi spurning og fjöldi ann- arra vaknaði við lestur bókarinnar NO LOGO eftir Naomi Klein. Bókin kom fyrst út í Bretlandi árið 2000 en hefur verið þýdd á fjölda tungumála og slegið öll sölumet. Henni hefur verið líkt við Das Kapital og er sú samlíking ekki fjarri lagi að því leyti að við búum í heimi sem þróast sem aldrei fyrr í átt að markaðsvæðingu kapítalísks hagkerfis. NO LOGO var til- nefnd af The Guardian sem besta bók ársins og hlaut bók- menntaverðlaun þeirra árið 2000. Naomi var einnig valin kona ársins sama ár hjá bandaríska kvenréttindablaðinu Ms. Naomi Klein # Klein fæddist í Montreal í Kanada árið 1970 og hefur starfað sem blaðamaður hjá ýmsum fjölmiðlum og fengið verðlaun fyrir skrif sín. Hún hefur flutt fyrir- lestra í háskólum og tíma- ritsgreinar hennar hafa birst í blöðum eins og Newsweek International og The New York Times. Auk þess skrifar hún vikulega dálka í Globe & Mail. NO LOGO mætti þýða á íslensku ENGIN VÖRU- MERKl. En Naomi varar við því að nafn bókarinnar sé tekið of bókstaflega. Titillinn só frekar tilraun hennar til að útskýra hvað henni finnst vera tilhneig- ing hjá ungu, pólitísku hugsjónafólki og þrýstihóp- um; að það muni beina spjótum sínum í nánustu framtíð gegn alþjóðafyrirtækjum og fyrirtækjasam- steypum sem arðræna þriðja heiminn í skjóli hnatt- væðingar. I bókinni fjallar Naomi um hnattvæðinguna, upp- haf hennar og áhrif. Þar segir hún frá því hvernig framleiðendur merkjavöru hafa notað þróunarríkin og ódýrt vinnuafl til framleiðslu á merkjavöru og eyðilagt um leið margt af sérkennum þjóða heimsins. Bókin er fyrst og fremst byggð á rannsóknum Naomi á því hvernig þessi stórfyrirtæki starfa að markaðs- setningu, útfærslu hugmynda, duldum áróðri og misnotkun vinnuafls. Hún útskýrir hvernig við glöt- um niður menningu okkar og menntun í skjóli hnattvæðingar. Hvernig þrælamarkaðurinn í verk- smiðjunum stækkar í ríkjum þriðja heimsins og hvernig þróunin endar í menningarlegu siðleysi. Neikvæð einkenni hnattvæðingar Naomi hefur farið víða um heiminn til að skoða þessi neikvæðu einkenni hnattvæðingarinnar sem henni finnst alltaf koma betur í ljós í samfélaginu. Neðanjarðarhagkerfið sem þetta skapar og hún grein- ir frá í bókinni nær yfir öll landamæri og hefur við- gengist í nokkrar kynslóðir. Hnattvæðing (globalization) þýðir í raun heimur án landamæra þar sem hugmyndin er sú að lifa í for- dómalausum heimi þar sem réttur allra er jafn, án til- lits til stöðu, litarháttar og trúarbragða. Við hnatt- væðingu eru að sjálfsögðu kostir og gallar. Naomi bendir á gallana þar sem þriðjaheimsríki ríkin eru arðrænd í nafni alheimsvæðingar og bilið milli fá- tækra og ríkra breikkar. I bókinni vitnar hún til fjölda viðtala sem hún hefur átt við verkafólk, t.d. í suð- austur Asíu og byggir niðurstöður sínar á. Bókin er skemmtilega skrifuð og löngunin til þess að vita meira eykst. Það sem er mjög sláandi við lestur bókarinnar er að komast að því að við erum öll þátttakendur í ferli þar sem lögmálið um framboð og eftirspurn ræður ríkjum og lítill kostnaður við fram- leiðsluna hámarkar gróðann. En þrátt fyrir að lágur framleiðslukostnaður náist skilar sparnaðurinn sér ekki í lægra vöruverði til neytandans né í hærri laun- um verkafólksins. GAP, Nike og Microsoft I einni fyrirtækjaheimsókn Naomi til Indónesíu 1997 komst hún að því að flest verkafólkið sem vinnur 1 verksmiðjunum er á aldrinum 15-21 árs. Þessi verk- smiðja framleiddi fatnað fyrir GAP, Nike og Liz Clairbone. Laun verkafólksins voru tveir bandaríkja- dalir á dag, sem jafngildir um 170 íslenskum krón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.